Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 53

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 53
eimreiðin GISTING 117 mgunni í sóldýrðinni. Henni fannst meira að segja dálítið gainan að horfa yfir dalinn, eins og á fagurt landslag í litaðri kvikmynd. Og svo var hún óneitanlega orðin svöng — svo lítið sem hún borðaði í gærkveldi. Hún gerði sér silunginn að góðu. Og hún talaði fáein orð við Margréti, húsfreyjuna, þegar þær v°ru tvær einar í stofumii, á meðan karlmennirnir báru fögg- Urnar út í bílinn og bjuggu undir burtferðina. Hafið þér ekki komið til Reykjavíkur? Jú, einu sinni. ' ' Aðeins einu sinni? ~~ Já, og þá var ég þar vetrarpart. ' Og fannst yður ekki gaman? Ég veit varla livað ég á að segja um það. Ég var öllum ókunnug, og þá finnst manni oft einmanalegt. En Drottinn minn dýri, ég get þó ekki liugsað mér að n°kkrum geti þótt einmanalegt eða leiðst í Reykjavík. En hér kíýtur aftur á móti að vera liryllilegt á veturna. Þeir, sem liér eiga heima, finna sjaldan til þess. Við höfum annske of mikið að gera til að láta okkur leiðast. Og svo unir Ulaðllr sér ævinlega heima. Maður getur þó ekki alltaf hangið heima. Því ekki það, ef maður fær það? En það er engin tilbreyting, ekkert líf fyrir þá, sem ekki eru alveg sálarlausir. , ^aintalið féll niður af sjálfu sér. Margrét fór að bera af horð- nu’ því að nú voru þeir tilbúnir. Þau hjónin kvöddu liúsfreyjuna þarna í stofunni. Jóhann n,h gekk með þeim úr garði, að gömlum bændasið, til þess 1 a að opna túnldiðið og loka því, þeim til liægðarauka. Hann gekk við hlið bílsins, sem aðeins mjakaðist niður tröðina. Vi» hliðið varð örlítill stanz. ~ ^a’ þið ratið náttúrlega? — sagði Jóhann. — Farið sama j °S Þið komnð. En það er rétt að benda ykkur á að loka iðinu á Múlárbrúnni, þegar þið farið yfir liana. Það er þar, steinboginn er. Það liggur mæðiveikisgirðing í hana. Sk' '— sagðl forstjórinn. Ég lield að ég kannist við liana. ^ *nandi fallegur bogi. Vel á minnzt, það var einhver fyrsta Uln’ sem pabbi þinn byggði, Bíbí. Hún er nefnilega dóttir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.