Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 56

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 56
120 HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 EIIIREIÐIN þessi stofn liafi vaxið nokkuð fyrstu árin og lifað af marga liarða vetur, jafnvel lialdizt við meira en aldarbil. Við og við urðu menn þessara dýra varir, en liarða veturinn 1880—1881 er talið, að þau muni liafa fallið nokkuð, og um 1890 er álitið, að 15—20 dýr séu á Reykjanesskaga, en munu liafa farið ört fækkandi og verið því sem næst aldauöa um síðustu aldamót. Þriðji stofninn var fluttur inn um 1783. Ekki hef ég fengið upplýst livað mörg dýr komu þá, en þeim var sleppt á land á Vaðlalieiði. Þessi dýr tóku sér stöðvar á liálendinu vestan Ódáða- hrauns. Eftir sjö ár er talið, að dýrin liafi skipt hundruðum. Árið 1790 er leyft að skjóta ákveðna tölu tarfa, og síðar, 1817, var einnig leyft að skjóta kýr. Þó fjölgaði dýrunum, að því er virðist, allt fram um miðja 19. öld, er þau sökum ágangs á landsnytjar voru gerð ófriðhelg sem óargadýr. Þessi stofn er nú aldauður. Fjórði og síðasti liópurinn, sem fluttur var til landsins, kom árið 1787 og var sleppl á land í Múlasýslu, sennilega í Vopna- firði. Þetta voru um 30 dýr. Tóku þau sér stöðvar á hálendinu austan Jökulsár á Fjöllum. Dýrunum fjölgaði mjög, þegar a fyrstu árum. Dreifðust þau um allar afréttir og heiðalöndin i Múlasýslum og Norður-Þingeyjarsýslu. I kring um 1810 er talið, að þau liafi gengið í stórhópum niður í hyggðir og gert mikil spjöll á beitilöndum og búfjárliögum. Það virðist svo, að eftir miðja 19. öld, þegar dýrin vorn ófriðuð, liafi þeim brátt farið að fækka, enda liefur það reynzt auðvelt að drepa þau, þegar þau, á liörðum vetrum, leituðu til byggða, og þá sennilega oft illa á sig komin. Því af fjallastöðvunnm víkja þau ekki fyrr en allar bjargir eru bannaðar og langvinnt hungur neyðir þau til að leita á hin léttari iandsvæði, þar sem veðrátta og gróðurfar er þeim að öllu leyti óliagstæðara en á liálendinu, auk þess sem þau eru þá alltaf í hættu fyrir byssu veiðimannsins. Þegar líður á seinni liluta 19. aldar, er farið að friða þau nokkurn liluta ársins, en það kemur að litlu lialdi. Veiðimaðurinn leggur a sig mikið erfiði, þegar um jafn dýrmæta veiði er að ræða eins og það að leggja vænt lireindýr að velli. Þegar kemur fram yfir síðustu aldamót, eru dýrin alfriðuð til nokkurra ára í senn. Eru menn þá farnir að sjá það, að þar sem ekki var um annan stofn að ræða en þann, sem nú var eftir á Austurlandi, þá dugði ekki annað en vernda hann, ef ekki áttu sömu örlög að bíða lians sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.