Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 80

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 80
144 HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 simreiðin lambaafrétt, og setti hann þá kláf á ána. Nú er sá kláfur löngu ónýtur, en þröngt gil er þar að ánni, og mjög gott kláfstæði. Nú er gert ráð fyrir því að brúa Jökulsá á Dal, þar sem kláf- ferja er fyrir. Ætti því að taka þann kláf og flytja liann inn a Kringilsá. Ekki mætti kláfur þessi þó verða til almenningsnota, Fararstjúri sýnir veiSi sína. eða til að venja óþarfa ferðamannastraum á þessar breindyra- slóðir. Ætti því að læsa kláfnum, svo hann væri einungis til nota fyrir eftirlitsmann Iireindýranna og fjárleitarmenn, liaust og vor. Ég þakka svo mínum góðu veiðifélögum fyrir ánægjulegar samverustundir og þá góðu einingu, sem ríkti, þar sem liver var boðinn og búinn til að gera skyldu sína og greiða fvrir öðrunn eftir því sem bezt mátti verða. Sérstaklega þakka ég fararstjor- anum, Friðriki Stefánssyni, hinum glaða og röska ferðamanm* sem alltaf er öruggur og úrræðagóður og svo vel kunnugur a þessum öræfum, að liann þekkir svo að segja liverja öldu, Jivert kennileiti og bvern stein. Ég er sannfærður um, að með umsjá Or eftirliti Friðriks, lieldur dýrunum áfram að fjölga. Árvekni hans og skilningur á starfinu gefur margfaldan ávöxt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.