Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 85

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 85
eimreiðin 149 Furslinn af Magaz. Eftir Alberto Insúa. Úr minnisbók föður Klarentíusar. Furstinn af Magaz bjó í höll sinni með tveim dætrum sínum, Sunnu og Láru. Þegar kona hans dó, var eldri dóttirin ekki yfir 8J° ára gömul, og aðeins eitt ár var á milli systranna. Furstiim Var dramblátur og einþykkur. Hann vildi ekki, að dætur sínar -^eru í neinn klausturskóla. Ég stakk upp á skóla hinna virðulegu ^laríusystra hér í borginni. Hann afsagði það vingjarnlega. Hann 'ildi, að dætumar fengju uppeldi sitt í höllinni, höll frá 13. dld, sem endurbætt hafði verið og prýdd á hverri öld upp frá því, og var hún fræg fyrir garðana og skógana þar í kring, sem Freiddust yfir landið alveg niður að hinum ógnarháu sjávar- hörnrum. Réði nú furstinn til hallarinnar fóstrur, kennslukonur og kennara. Að vissu leyti átti ég að hafa nokkurs konar vfirum- 8J°n með uppeldi systranna. Faðir þeirra vildi hafa það í senn ^nótað af kristileg ri siðvendni og kunnáttu í reglum samkvæmis- Ffsins, eins og það tíðkaðist hjá fína fólkinu. Dæturnar fengu Í'ví kennara í leikfimi, reiðmennsku, málaralist, söng og dansi. ^egar Sunna var 18 ára og Lára 17, líktust þær þessum lærðu °g geðþekku ungu stúlkum í Dekameron, sem vissu öll vísindi að einni grein undanskilinni: klækjum karlmannsins. Þær þekktu leiminn aðeins í gegnum bækurnar, gegnum ljóðleiki og skemmti- Sorigur sínar um skóginn. Þær voru sem tvær gasellur, sem gátu 'ugsaÖ, og eins og tvær rósir, sem kunnu að hlæja. Ég elskaði t>íer’ elskaði þær sem tvö undursamleg meistaraverk skaparans. v° líkar voru þær, að hefði sú eldri ekki verið ögn hærri, og e °u spékoppamir ekki verið í kinnum þeirrar yngri, hefði ekki verið nokkur leið að greina þær í stmdur. Þær voru sem tvíburaenglar. ^ ^ag nokkurn bar að garði systurson furstans af Magaz. Hann °m frá Austurlöndum með fjársjóði mikla í ferðakistum sínum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.