Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 30
18 ÆSKULINDIN EIMUEIÐIN allir blindir, er um beina ganga, — húsráðendur, þjónar, þernur og gestir. * * # — Hvers vegna er hún blind? spurði blindi riddarinn. — Það mun stafa af þvi, að við erum báðir blindir, svaraði blindi fótgöngu-flakkarinn. — Mennirnir hafa jafnan verið blindir leiðtogar blindra. Vér erum svo þrautvanir því að eiga alltaf við sjúklinga og vesalinga, að vér höfum misst alla eðlis- hneigð til að heimta hreysti og heilbrigði af sjálfum oss og öðrum. Auk þess eru það hennar karma. Perlan frá Toledo var allra kvenna fegurst. En mér fannst, að hún gæti ekki verið af okkar heimi, eftir að ég leit ásjónu hennar, enda þótt hún hrifi alla menn með ágæti sínu. Ég elskaði hana út af lífinu, — áður en ég leit ásjónu hennar. — Andlit hennar leit ég eitt sinn, — annaðhvort í vöku eða draumi — veit ekki hvort heldur var. Því get ég aldrei gleymt.......Það var hryllilega afskræmt. ... Og hún var blind! Þögn. # * # — Sumir eru sjáandi blindir, en aðrir blindir sjáandi, sagði blindi riddarinn og rauf þögnina. — En enginn er þó alveg blindur, er séð getur inn í sína eigin sál. Ég var eitt sinn sjálfur 'áandi með mínum eigin ytri augum. Nú horfa þau ytri augu inn í sálina og eru þar alsjáandi á alla þá fegurstu fegurð endur- minninganna. Ég var eitt sinn riddari. Og ég hef eitt sinn unnað. Þögn. — Maðurinn þarfnast ásthrifningar, hélt blindi riddarinn áfram. — Og þetta á meira að segja við um miðlungsmenn vorra tíma. Sjálfrátt eða ósjálfrátt þráir hver og einn frelsi það, fegurð þá og ævintýri þau, er forfeður hans lifðu í frumskógunum. Þessi þrá er að vísu orðin breytt. Menningin og lífshorfur nú- tímans hafa gjörbreytt henni, að hún er óþekkjanleg. En þó er þrá þessi það aðalatriði, er ekki má gleyma, þegar um ástalíf karls og konu er að ræða. Sérhver einstaklingur hefur aðeins til að bera örlítið brot af öllum hinum fjölmörgu hæfileikum mannkynsins, og það enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.