Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 29
eimreiðin ÆSKULINDIN 17 konuhendur. Og hún fór höndum um þá og græddi þá, imz þeir urðu heilir. En mest um vert, fannst þeim, sá mildi söngur, er eikumar ómuðu á kyrrum kvöldum. Þá var það þar: Grundir og tindar, lækir og lindar, ár og elfar, skuggar og skógar, fossar og flúðir, hálsar og hlýrar, — allt tók undir og endurómaði í samstilltum strengjahljóm, undurþýðum. Dalurinn titraði af tilbeiðslu. Þar ofar þandist upphiminn, bringuhvelfdur og vængjavíður. Svona var það eftir sólgullinn dag. Dimmblár var hann, sá dýrlegi himinn, með dularfullum mána og silfurtindrandi stjömum, sjálflýsandi. Það var þá, er aftansöngurinn ómaði: Hve dimm-blátt, — hve dimm-blátt er draumanna haf! Hve dýrmœt sú perla, er forsjónin gaf! Ég sá þig, — ég sá þig, — en sjón mín er blind. Ég sé þig, — ég sé þig, — í táranna lind. — Æ, dimm-blátt, — ó, dimm-blátt er draumanna haf! Og dýrleg sú perla, er forsjónin gaf! Ég leit þig, — ég veit þig á vonanna strönd. Ég veit þig, — ég leit þig i guÖs-sonar hönd. Ég leit þig! ■—■ Ég veit þig! — Ó, draumfagra djúp! Æ, drag þú af augum mér táranna hjúp! Hve dimm-blátt, — hve dimm-blátt er draumanna haf! Hve dýrmæt sú perla, er forsjónin gaf! -— Hver syngur? Enginn fékk þessu svarað utan einn blindur fótgöngu-flakkari, er eitt sinn hafði verið svartriddari, og á þá leið, er litlu varðaði: -— Það er Perlan frá Toledo! sagði hann. — Hún syngur svo bliðlega af því hún er blind! Enginn maður tók mark á þessum orðum blinda umrennings- ms, að undanteknum einum blindum hvítriddara, er bað um skýringu. II. Þeir hittust báðir þessir blindingjar, svartur og hvítur riddari, við greiðastaðinn góða, gistihúsið Þögn í Þagnarfjöllum. Þar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.