Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 29

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 29
eimreiðin ÆSKULINDIN 17 konuhendur. Og hún fór höndum um þá og græddi þá, imz þeir urðu heilir. En mest um vert, fannst þeim, sá mildi söngur, er eikumar ómuðu á kyrrum kvöldum. Þá var það þar: Grundir og tindar, lækir og lindar, ár og elfar, skuggar og skógar, fossar og flúðir, hálsar og hlýrar, — allt tók undir og endurómaði í samstilltum strengjahljóm, undurþýðum. Dalurinn titraði af tilbeiðslu. Þar ofar þandist upphiminn, bringuhvelfdur og vængjavíður. Svona var það eftir sólgullinn dag. Dimmblár var hann, sá dýrlegi himinn, með dularfullum mána og silfurtindrandi stjömum, sjálflýsandi. Það var þá, er aftansöngurinn ómaði: Hve dimm-blátt, — hve dimm-blátt er draumanna haf! Hve dýrmœt sú perla, er forsjónin gaf! Ég sá þig, — ég sá þig, — en sjón mín er blind. Ég sé þig, — ég sé þig, — í táranna lind. — Æ, dimm-blátt, — ó, dimm-blátt er draumanna haf! Og dýrleg sú perla, er forsjónin gaf! Ég leit þig, — ég veit þig á vonanna strönd. Ég veit þig, — ég leit þig i guÖs-sonar hönd. Ég leit þig! ■—■ Ég veit þig! — Ó, draumfagra djúp! Æ, drag þú af augum mér táranna hjúp! Hve dimm-blátt, — hve dimm-blátt er draumanna haf! Hve dýrmæt sú perla, er forsjónin gaf! -— Hver syngur? Enginn fékk þessu svarað utan einn blindur fótgöngu-flakkari, er eitt sinn hafði verið svartriddari, og á þá leið, er litlu varðaði: -— Það er Perlan frá Toledo! sagði hann. — Hún syngur svo bliðlega af því hún er blind! Enginn maður tók mark á þessum orðum blinda umrennings- ms, að undanteknum einum blindum hvítriddara, er bað um skýringu. II. Þeir hittust báðir þessir blindingjar, svartur og hvítur riddari, við greiðastaðinn góða, gistihúsið Þögn í Þagnarfjöllum. Þar eru

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.