Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 82
70
RITSJÁ
EIMREIBIN
um fræðum, hélt því fram, að íslenzk
ljóðlist væri nú í öldudal, hvergi
nærri eins vel kveðið á Islandi og
gert hefði verið, þegar þeir Matthias,
Einar Benediktsson og Hannes Haf-
stein voru í blóma lífsins. Doktorinn
komst svo að orði, að þeir hefðu allir
verið mikil skáld á evrópskan mæli-
kvarða, en öðru máli gegndi um þá,
sem nú sætu á Braga bekk hérlendis.
Ég ætla mér ekki þá dul að rengja
né réttlæta þessa fullyrðingu doktors-
ins og annarra, sem taka undir með
honum, en þeir eru margir, einkum
af miðaldra og eldri kynslóð mennta-
manna. Hitt má þó telja líklegt, að
aldrei hafi iðkun ljóðlistar verið al-
mennari en nú hér á landi, ef dæma
skal eftir því, hve margir gefa út
ljóðabækur. Og sannast mála hygg ég
vera, að sjaldan hafi jafnmargir vel
kveðið og einmitt á vorum dögum.
En seinni timinn og reynslan ein
geta sannað, hve lifseigt það verður.
Nær er mér þó að halda, að ýmsir
þeir, sem nú yrkja og vanmetnir eru
af sumum:
hljóti þar að halda
hlut, er þverri ei brátt,
eins og komizt er að orði í bók þeirri,
sem hér verður gerð að umtalsefni
og prentuð var fyrir jólin.
Eflaust er Jakob Thorarensen
rammislenzkasta skáldið, sem nú er
uppi. Hann er óvenjulega sérstæður,
þekkist, hvar sem hann fer. Karl-
mennska, hógværð og kjarnyrði ein-
kenna ljóð hans. Þau virðast að vísu
ósjaldan dálítið hrjúf í fyrstu, jafnvel
stirð. En svo var og um kvæði Grims
og Bjarna, frænda Jakobs. Frýr þó
enginn þeim snilldar. Frá ljóðum
Jakobs andar nokkrum svala, eins og
nöfn bóka hans bera með sér. En sá
andblær eða jafnvel gustur er vissu-
lega hressandi, já, til heilsubótar. Og
undir þessum napra hjúpi leynist
ósvikin glóð. Síðasta ljóðabók skálds-
ins, Hrímnœtur, er engin undantekn-
ing í þessu efni né öðrum. Hann er
sjálfum sér samkvæmur enn sem
fyrr, engin afturför, hvorki í skapi
né meðferð efnis og forms.
Sá, sem þetta ritar, er handgengn-
ari kvæðum Jakobs en verkum flestra
annarra núlifandi skálda. Þegar Snæ-
ljós, fyrsta ljóðabók hans, kom út
1914, lærði ég fljótt ýmislegt úr
henni utan að, þótt ungur væri. Og
þvílíkri fegins hendi hef ég jafnan
tekið hverri nýrri kvæðabók, sem
Jakob hefur látið frá sér fara. Samt
þykir mér vænst um þessa síðustu. 1
henni kemur hann lesandanum svo
skemmtilega á óvart.
Yrkisefnin i þessari bók eru fjöl-
breytt, svo að engum þarf að leiðast
lesturinn. Hún vinnur og við endur-
lestur, eins og allar góðar bækur, en
tapar ekki. Vísur og ljóð, sem í fyrstu
vöktu enga sérstaka athygli, koma að
lokum á móti lesandanum og hita
honum í hamsi. Jakob er hnyttinn og
gamansamur eigi síður en fyrr, skarp-
skyggn á veilur samtímans og vægð-
arlaus að segja þjóð sinni til synd-
anna. Þannig gegnir hann hlutverki
spámanns og sannleikssegjanda, eins
og skáldi ber. Eru ófá kvæði þeirrar
tegundar í Hrímnóttum. Heitir eitt
hið hvassasta af þeim Forkólfur.
Fjallar það um valdafikinn blekk-
ingamann. Um hann segir svo:
Hann girntist metorð og vildi völdin,
það vissi fjöldinn.
Og viður margs konar vélasnilli
hann vann sér hylli.
Hann umbun hrúgaði mjög í múginn
og mörgu í súginn.