Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 90
78 RITSJÁ EIMKEIÐIN eru sumar mjög snjallar og stíllinn myndauðugur og fágaður. Þeir Andrés Kristjánsson og Jón Helgason hafa þýtt „La Romana", sennilega úr dönsku eða ensku, en ekki úr frummálinu. Málið virðist hnökralaust, en að öðru leyti skal ekki um þýðinguna dæmt. Sv. S. JÓNSMESSUNÓTT. Rithöfundurinn siungi, Helgi Val- týsson, hefur samið ævintýra-sjónleik um Jónsmessunóttina og töfra henn- ar. Kom bók þessi út á forlag Norðra skömmu fyrir jólin í vetur. Höfund- urinn sækir tilefnið í islenzkar þjóð- sögur og ævintýri: útisetur á kross- götum, undramátt kraftagrasa og náttúrusteina, heilnæmi daggarinnar, lindarlaug og ljósálfaleiki. fjr þréð- um þjóðsagna og ævintýra spinnur höfundurinn glitvef um hvitagaldur þeirrar nætur, sem mest seiðmagn hefur allra nátta á Islandi að sumar- lagi og gerir sjálfur grein fyrir þvi í Athugasemdum og skýringum, hvað fyrir sér vaki með leiknum, sem er í tveim þáttum. 1 fyrra þætti er sýndur hæfniskort- ur nokkurra manntegunda til að taka við náðargjöfum hinnar nóttlausu veraldar. Flækingurinn, gullleitar- maðurinn, glæsimeyjan og hinn kald- rifjaði koma öll é krossgötur og hyggjast höndla hnossin, en fatast öllum, þar sem þau skortir hið rétta hugarfar. Síðust kemur svo þreytt móðir með veikt barn og öðlast bæn- heyrslu fyrir trú sína og auðmýkt. Gamall þulur, fulltrúi hinna lífs- reyndu, vitru og hjartahreinu, tekur á móti þessu fólki á krossgötum. Táknrænar myndir eru þetta allt um sjálft lífið, glapsýnir þess, gyllingar og sönn verðmæti. Siðari þáttur er svo táknræn lýsing á unaði íslenzks hásumars, náttúru- fegurðar, ungrar ásthrifni og sak- leysis. Inn í leikinn, einkum síðari þáttinn, er fléttað söngvum og döns- um. Álfameyjar líða um sviðið í lit- brigðaljóma Jónsmessunæturinnar. Samtölin í leiknum eru leikandi létt, enda er stíll höfundarins hug- þekkur og ljóðrænn. Geðhrif þau, sem hann hyggst ná, túlkar hann bæði í bundnu máli og óbundnu, svo og með hrynjandi dansanna og ljósabreyting- um á sviði, sem hann segir fyrir um, hvernig haga skuli. Þó að hér sé að- eins um tvíþáttung að ræða, væri þó ástæða til fyrir Þjóðleikhúsið að taka hann til athugunar og uppfærslu með allri þeirri ljósatækni og öllum þeim tilfæringum, sem það é yfir að ráða. Um léið væri hér verkefni fyrir tón- skáldin að semja lög við ljóðin 1 leiknum. Blómaþulunni i síðara þætti færi sannarlega vel tónlist á borð við Blómavalz Tschaikovskys eða aðra álíka snjalla. Höfundurinn lætur fylgja leiknum formála —- prolog (með undirspili) —- i bundnu máli, óð til Jónsmessu- næturinnar, og lýkur honum með þessu erindi: Sjá, heiðblá eru nú hvolfsins þil, því himinninn brosir jarðar til. Nú lyftir hug þínum hátt, en hljótt, hin hvíta, draumljúfa töfra-nótt. — Sé skuggsjá hjarta þíns skær og hrein, þá skyggnirðu víða geima og landnám, er sækir sál þín ein í sveimi ónumdra heima! Og þar verður enginn annar þinn líki, óðal-borinn í ljóssins riki! Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.