Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 58
46 VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR EIMHEIÐIN verið í friði, hér höfum við um langa tíð mátt draga andann frjálst. Svona, komið þið nú.“ Hann olnbogaði sig gegnum mannfjöldann, sem kom á móti honum. „Hvað eigum við að gera, Willie?“ „Hér er byssa handa þér, önnur fyrir þig,“ og hann rétti vopnin á báða bóga. „Hér hefur þú skammbyssu, og þú getur notað þessa hagla- byssu.“ Mannfjöldinn var svo samanþjappaður, að hann líktist mest einum stórum, svörtum mannslíkama með þúsund hendur út- réttar til þess að taka á móti vopnunum. Hattie stóð við hlið Willie, dimm á svip og þögul. Hún klemmdi varimar saman, og stóru augun hennar voru svört af sorg. „Sæktu málninguna,“ hrópaði hann til hennar. Og hún kom með fimm lítra dunk af gulri málningu til hans um leið og sporvagninn nam staðar hjá þeim. Framan á honum hékk spjald, á það var nýmálað: „LANDTÖKUSTAÐUR HVÍTA MANNS- INS.“ Farþegarnir hlupu út hlæjandi og masandi, horfðu til himins og duttu hver um annan. Þarna voru konur með nestiskörfur, karlmenn með stráhatta og sumir á skyrtunum. Vagninn tæmdist. Willie hljóp inn með málningardolluna í hendinni, opnaði hana og hrærði í, athugaði kústinn og ætlaði svo að fara að mála. „Hæ, þú þarna,“ hrópaði vagnstjórinn, „hvað ert þú að gera þarna, burt með þig.“ „Bíddu bara þar til þú hefur séð hvað ég ætla að gera. Þá vona ég, að komi annað hljóð í strokkinn.“ Og Willie tók að mála gula, stóra bókstafi. Hann málaði FYR og var ákaflega upp með sér af verkinu. Og er hann var búinn, leit vagnstjórinn upp og las nýmáluð orðin: FYRIR HVÍTA: AFTARI STÉTTIN. Hann las aftur og aftur sömu orðin. Vagnstjórinn leit á Willie og brosti. „Hvernig lizt þér á?“ spurði Willie. „Fínt, fínt,“ sagði vagnstjórinn. Hattie horfði á spjaldið og krosslagði hendurnar á brjóstinu. Willie fór aftur til mannfjöldans, sem stækkaði stöðugt. Bílar komu í hópum og sporvagnar röðuðu sér upp. Willie klifraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.