Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Síða 18

Eimreiðin - 01.04.1955, Síða 18
90 ÁST OG BLÓM eimreibin ekki amalegt, að Finnur Eggertsson, mágur og vinur, loks lagði leið sína til okkar. Okkur þótti það að vísu nokkuð skrýtið, að hann skyldi ekki koma fyrr, en kenndum það því, að vísinda- starf hans hefði dregið hann í aðra landshluta, þar sem honum hefði fundizt meira vert um gróður landsins. Það var daginO eftir að hann kom, að hann stakk upp á því, að við riðum upp með á. Ég var auðvitað þegar samþykkur því, einkum vegna þess, að ég hugði að við myndum finna hvor annan, fullkom- lega, í einverunni upp til fjalla, á gamalkunnum slóðum, þaJ* sem við höfðum svo oft riðið um eða reikað á æskuárunum. „Já,“ sagði hann, er við riðum hægt, hlið við hlið, upp mel- ana, „maður kannast við sig hér, betur en ég bjóst við. Ég se nú að ég hef fáu gleymt, hvorki útliti landsins né örnefnum- Það hefur ekki tekið breytingum í huga mínum, hvorki stækkaS né smækkað. Náttúran er eins, hún breytist ekki á tuttugu árum, eða þá svo lítið, að varla sést. Nema maðurinn komi til og breyú henni, eins og til dæmis þið hafið gert, með aukinni ræktun, allt í framfaraátt. Víst er það gott. En sjáðu vörðuna þarna 3 Háubrekkum. Hún stóð þá há og keik, en nú er hún hrunin/ „Satt er það,“ sagði ég, „það er skömm að því að hafa ekki hresst upp á hana.“ „Þá er bezt að við hlöðum hana upp á heimleiðinni,“ sagði Finnur og hló við. „Kannske maður finni þá eitthvað merki- legt.“ Nú kom sléttur melur, og við hleyptum hestunum á sprett- Hinum megin við melinn var mjótt og greiðfært mýrarsund, en í stað þess að fara beint yfir það sneri Finnur niður nn-ú því. Ég lét hann ráða ferðinni, og við riðum hægt niður að ánni, og hann talaði um það, hve gróðurinn væri lítill og fa' brotinn þarna uppi á fjöllunum. En er niður að ánni kom, hittum við beint á unaðsfagraU lítinn hvamm. 1 þessari grjótauðn, með brúnrauðmn fúamýra- beltum og örlitlum vesældarlegum lyngtóum, var þessi litli blómahvammur eins og fallegur gimsteinn, — nærri því ótrú- lega settur í þessa umgerð. Blátær áin rann þar framhjá með flúðum og smáfossum og gjálfraði við stóra steina, er olt$ höfðu í hana úr háum klettabakka, hinum megin. En neðst við hvamminn var talsvert hár foss. — Laugarvelgja var efú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.