Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Side 22

Eimreiðin - 01.04.1955, Side 22
94 ÁST OG BLÖM eimkeibiN því, að ég segði henni það, sem mér bjó í brjósti. Án efa vissi hún, hvað það var. Allt í einu tók ég eftir því, að hún var að reyta upp blómit* af þúfunni og í kringum hana. Hún sleit blómin upp, hvert eftir annað, kepptist við það — og kastaði þeim jafnóðum út í ána. Blágresi, gleym-mér-ei, fíflar, maríustakkar, sóleyjar flutu niður strauminn eða snerust um stund í hringiðunum og bárust svo fram af fossbrúninni. Það var engu líkara en ég væri að smávakna af draumi, einhver ónotalegur hroMur fór um mig, likast og að dregið hefði fyrir sól. Ef til vill hefuí þetta verið allt of mikil viðkvæmni — en ég tel það þó alveg óvist. Hver getur gert að því, þótt honum ofbjóði að sjá lífuiu tortímt, alveg i hugsunarleysi og að óþörfu, jafnvel þótt aðeins sé um líf fjallablóma að ræða — tortímt ruddalega og ga' leysislega? Falleg kvenhönd getur orðið eins og ljót ránfuglsklo við það athæfi. Eitt lítið blóm á aðeins sitt eina líf, — ekkert annað. Og fagur blómahvammur í auðn og gróðurleysi lands- ins er dýrmætari en svo, að leyfilegt sé að menn og hestat troði það niður og reyti það upp að óþörfu. Þessir fögru fingur, sem slitu upp blómin og köstuðu þeim í beljandi, ískalda ána! Fingur þessir urðu i augum mínum eins og hrafnskló og bláa, raulandi áin og syngjandi fossinn að óvætti, Ijótt dautt náttúru- afl, sem hrifsaði lítil saklaus blóm, lék sér að þeim eins og köttur að mús, unz þau dóu. „Af hverju ertu að slíta blómin upp og kasta þeim i ána? sagði ég við stúlkuna, ástina mína og engilinn, sem allt í einU var orðin að manneskju. Hún hætti snögglega við að reyta upp gróðurinn, og ég sa að fingur hennar, mjóir og vel lagaðir, voru dálítið óhreinir- Stundarkorn, — aðeins augnablik, — starði hún á mig stónuU augum, alveg undrandi, — svo hnykkti hún til höfðinu, dro augun dálítið saman, dimmum roða sló á andlit hennar, og brúnirnar sigu. Þetta var mikil svipbreyting, sem ég aldrei hafði séð á henni áður, — en ég gat ekki neitað því, að hún var tigu- arleg í reiðinni. Hún stökk á fætur. „Af hverju?“ hvæsti hún. ,.Ertu alveg frá þér, drengur! Slíta upp blóm. Hlægilegt. Ekki nema það þó! Og ég, sem hélt að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.