Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Side 52

Eimreiðin - 01.04.1955, Side 52
124 UM STRAUMA OG STEFNUR eimbeiði1* reis hæst með Gesti eineygða. En þó að Gunnar væri brautryðj' andi íslenzkra skáldsagnahöfunda erlendis, hafði hann ekki verR' leg áhrif hér heima fyrr en löngu seinna, þegar öndvegisverl' hans, Sælir eru einfaldir, Svartfugl, Kirkjan á f jallinu o. fl. koma út á íslenzku. Að dæmi Gunnars fara svo Guðmundur Kamban> Friðrik Brekkan ásamt fleirum í Danmörku og Kristmann Guð' mundsson í Noregi. Allir skrifuðu þeir veigamiklar skáldsögur oS Guðmundur Kamban auk þess sterk leikrit, svo sem Höddu Pöddu og Sendiherrann frá Júpíter. Á þriðja tug aldarinnar koma fraU1 hér heima skáldsagnahöfundar eins og Halldór Kiljan LaxnesSi Guðmundur Gíslason Hagalín og Kristín Sigfúsdóttir. Halldór getur sér mesta frægð allra þeirra, er á íslenzku skrifa frá byrJ' un. Þrír síðast nefndir höfundar leggja jafnframt skáldsagn3 samningu stund á smásagna gerð og tekst ef til vill hvergi betur en einmitt þar. Jafnframt koma fram höfundar, sem einbeita ser að smásagnagerð með listrænum árangri, svo sem Þorsteinn JónS' son, Jakob Thorarensen og Halldór Stefánsson. Yngri höfundar eins og Sigurður B. Gröndal, Sigurður Helgason, Stefán Jónssonr Guðmundur Daníelsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson leggja stund á hvort tveggja skáldsagna- og smásagna-gerð, allir með tilþrif' um og tekst stundum snilldarlega, einkum við smásögurnar, flest' um. Eftir 1930 heyrði ég raddir um, að Ijóðagerð væri úrelt grein, framtíðin væri skáldsögunnar. Hvað sem því líður, leyi’ ég mér að halda því fram, að hvergi hafa íslendingar náð lengr3 á ritvellinum síðustu áratugi en við smásöguna, nema ef vera skyldi í ljóðagerð. Ljóðskáld eru eigi uppi færri en áður. 0% aldrei hefur verið lögð svo almenn áherzla á fágun Ijóðforms sem eftir 1930 og einkum allra seinustu ár. Af ýmsum hefur þó verió slakað til í háttum, en gerðar því meiri kröfur til eðlilegs °S óbrotins máls og hnitmiðunar. Ný sjónarmið koma fram í ljó®' listinni: verkalýðsstefnan. Er merki hennar mjög haldið á 1°^ um skeið. Um og eftir 1930 eru helztu fulltrúar þeirrar stefn11 og merkisberar í ljóði skáld eins og Sigurður Einarsson og J°' hannes úr Kötlum, Steinn Steinar, Guðmundur Böðvarsson og J011 úr Vör. Þessi hreyfing var að vísu ekki aflmikil lengi, hófst med heimskreppunni 1930, en var sem kippt væri fótum undan henn1 með heimsstyrjöldinni síðari og hernáminu 1940. Þá raskar stríðs' gróðinn mjög heilbrigðri þróun atvinnulífs í landinu. Er sem h1® óverðskuldaða peningaflóð rugli margan í ríminu, skáldin eins og aðra. Jafnframt verða skáld, sem áður hafa verið einskærir fegurðardýrkendur, eins og Tómas Guðmundsson, að barátt11'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.