Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Side 62

Eimreiðin - 01.04.1955, Side 62
134 ÓLÝGINN SAGÐI MÉR EIMREIBII< arnar eru stórhneykslaðar. Þarna mælir hún göturnar, hnal' reist eins og drottning, daginn út og inn, í aðskornum kjól' gopa, með kápuna flaksandi frá sér. Hún flækist úti fram eftir öllum kvöldum, eins og ekkert hefði í skorizt, og kórón' ar svo allt saman með því að fara á ball í Gúttó og taP Jóa í Norðurhlíð á löpp og láta hann fylgja sér heim. '' Fyrr má nú rota en dauðrota! Dagarnir líða, og Dóra í Haga er alltaf og alls staðar fyrsta mál á dagskrá. Hún er ekki að hafa fyrir því að sauma sei sloppa eða víða kjóla, þó að svona sé ástatt fyrir henni. Ne1- takk — hún treður sér bara í gömlu aðskornu kjólana, seF eru alveg að springa utan af henni — eins og henni sé alveg ókunnugt um, að hún hafi nokkuð breytzt í vextinum! Eng' inn verður var við, að hún snerti á því að sauma flík uta11 á barnið. Hefur nokkur nokkurn tíma heyrt annað ems ■ ■ Kristján kaupmaður lætur auðvitað aldrei sjá sig nieð henni, eins og gefur að skilja, en annars er síður en svo, hún sé nokkuð að forðast hann. Hún á oft erindi út í bú® og masar og spaugar þá við hann, eins og ekkert sé, þó að búðin sé full af fólki, sem gleypir við hverju orði. Það el ekki laust við, að Kristján verði ögn kindarlegur stundufl1- Hann fer víst nærri um, hvað er skrafað. Það er ekki til neins að reyna að fá kerlinguna ha1121 Stebbu til þess að koma vitinu fyrir stelpugáluna. Sú ganúa er öfug og umsnúin og svarar öllum skynsamlegum fortölum með skætingi einum. Þær telja það skyldu sína, hún Erna 1 Nýjabæ og Hanna í Gerði, að líta inn til hennar eitt kvöldiÚ- þegar þær vita, að Dóra er úti. Þeim er svo gott sem vísa^ á dyr. Kerlingarvargurinn sendir þeim tóninn langt út á götu' Og þegar Hanna mætir Dóru daginn eftir úti fyrir Kaupfélag' inu, stillir sú síðarnefnda sér upp við húsvegginn með hend' urnar á mjöðmum, fitjar upp á trýnið og fussar, eins og hú11 finni megna ólykt. Hönnu rennur kalt vatn milli skinns hörunds. Hún hraðar sér burtu, orðlaus af undrun og hneyks'' un. Sér er nú hver ósvífnin! Dagarnir líða og verða að vikum. Dóra heldur áfram slllU upptekna háttalagi, rápar í skúrana til karlanna og flangs' ast úti á síðkvöldum. Hún snýst eins og skopparakringla 1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.