Eimreiðin - 01.01.1969, Page 19
Janúar—april - 1. hefli - LXXV. ar
EIMREIÐIN
SMÁSAGNASAMKEPPNI
10 þúsund króna verðlaun
í tilefni af sjötugasta og fimmta útkomuári EIMREIÐARINNAR
hefur verið ákveðið að efna til smásagnasamkeppni meðal íslenzkra
rithöfunda. — Ein verðlaun verða í boði.
10 ÞÚSUND KRÓNUR
Æskilegt er, að þær sögur, sem sendar verða í keppnina, séu
eigi styttri en sem svarar 8 blaðsíðum í Eimreiðinni, miðað við
meginmálsletur, og eigi lengri en 20 blaðsíður — það er á bilinu
20 000—50 000 stafir.
Sögurnar þurfa að hafa borizt ritstjóra Eimreiðarinnar eigi síðar
en 1. október næstkomandi, þar sem áformað er að birta verðlauna-
söguna í síðasta hefti ársins. Sögurnar má senda í pósthólf 1127
eða beint til afgreiðslu Eimreiðarinnar, Stórholti 17, Reykjavík.
Þeir höfundar, sem senda sögur í samkeppnina skulu merkja þær
dulnefni, en láta hið rétta höfundarnafn fylgja í lokuðu umslagi,
er beri sama dulnefni og viðkomandi saga.
Dómnefnd skipa eftirtaldir menn:
ANDRÉS BJÖRNSSON, útvarpsstjóri
EIRÍKUR HREINN FINNBOGASON, borgarbókavörður
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON, ritstjóri.