Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 52
34
EIMREWIN
— er list — og því meiri list sem
það er torráðnara.
Eins og postular Krists sáu síð-
ast í iljar honum þegar hann
hvarf þeim í skýið yfir Olíufjall-
inu, — þannig sjáum við vesælir
menn í iljar listamannsins um
leið og hann hverfur okkur inn
í ský listarinnar. — En — eins og
postularnir trúðu því, að Kristur
kærni aftur og stofnaði þúsund
ára ríki sitt hér á jörðinni, —■
þannig trúum við því, að lista-
maðurinn stígi aftur niður til
okkar og deili kjörum með okk-
ur í önn og bardúsi hins hvers-
dagslega lífs.
Nú er Langafasta og Jón
prófessor Helgason les Passíu-
sálmana. Þetta er eftirminnileg-
ur viðburður í sögu útvarpsins.
— Jón gerir nteira en lesa sálm-
ana. — Slíkur töframáttur og
kyngi fylgir flutningi hans, að
tímaskyn okkar ruglast og við
finnum okkur stödd þrjúhundr-
uð árum aftar í tímanum nteðan
við hlýðum á hann.
Þetta er ömurlegt svið, — en
um leið ákaflega stórbrotið og
spennandi. Eldar loga bæði hið
efra og neðra og má ekki milli
sjá hver verði mannskepnunni
liáskalegri.
Djöfullinn bíður búinn þar
í bálið vill draga sálirnar ....
.... Þannig eru fréttiinar úr
neðra.
.... Lítið skárra er ástandið hið
efra, því — gegnum hold, æðar
blóð og bein / blossi guðlegrar
heiftar skein.....
.... en með fórnardauða sínum
gerir Kristur hvort tveggja í
senn, að loka dyrum helvítis og
stilla reiði skaparans. — Menn-
irnir hafa því ekkert framar að
óttast. — Svo framarlega sem þeir
iðrast og lifa frómu og ráðvöndu
lífi komast þeir farsællega til
hinna hinmesku tjaldbúða að
lokinni sinni göngu gegnum
táradalinn.
Meðan Jón þylur hinn mikla
harmleik Hallgríms Péturssonar
— ómar innra með okkur — eins
og undirspil — alltaf sama erind-
ið úr kvæði hans: — í Árnasafni.
Las eg þar sálma og lofsöngva
þjóðar í nauðum,
lífsvonin eina var samtvinnuð
krossinum rauðum.
Yfirtak langt, bak við ömurleik
hungurs og sorgar
ómuðu sætlega strengleikar
himneskrar borgar.
—■ Þegar rnenn eru að rnikla
fyrir sér erfiðleika líðandi stund-
ar, svo sem eins og kólnandi veð-
urfar, — aflabrest, — gjaldeyris-
skort, — kjaraskerðingu og at-
vinnuleysi, — eru þeir vanalega
hughreystir, með jrví, að þjóðin
hafi séð hann svartari á liðnum
öldum, en þó skrimt af.