Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 39
KRISTJÁN JÓNSSON 1842-1869
21
heim, sagði ég Kristjáni allt, sem
ég hafði heyrt í ferðinni, og þá
myndaðist „Veiðimaðurinn" eins
og það kvæði var í fyrstu.
Ekki man ég með vissu, hve ung-
ur Kristján byrjaði að yrkja, en far-
inn var hann að bera það við þegar
á Auðbjargarstöðum, en hann var
átta ára, þegar hann fór þaðan.
Það var einkennilegt með fyrstu
vísur hans, að þær voru svo að
kalla ávallt með réttum hljóðstöf-
um og hendingum, þó að sumu
leyti væru rugl. Sýnishorn af vísum
hans frá þessum árum er vísa sú,
er hann orkti út af vígi Gunnars á
Hlíðarenda er svona:
„Þá dauðans bað var dottið á,
drengskaps náðu fær
enginn maður annar sá
en hann glaður væri.“
Þótt gallar séu á vísunni, er hún
furðanlega rétt kveðin af sjö eða
átta vetra gömlum dreng.
Það var oft vani Kristjáns, þá
hann var einn úti, að liann gekk
eða hljóp fram og aftur um sama
blettinn og talaði upphátt við sjálf-
an sig. Var hann þá að semja sögur
eða vísur, og vissi þá ekkert, hvað
lram fór í kringum hann. Svitinn
lak ofan af honum; stundum nam
hann staðar eitt augnablik, horfði
beint frarn undan sér og þaut svo
á stað aftur. Fyrir þetta og margt
annað var hlegið mikið að honum
og álitu sumir, að hann yrði fá-
bjáni.
Eftir að við komum að Ási varð
nokkur breyting á þessu, þar eð þá
var farið að reka hann áfram til
vinnu. Hann var duglegur við
suma vinnu, en gerði mörg axar-
sköft, einkum við fjárgeymsluna.
Það kom oft fyrir, að hann gekk
rétt hjá fénu, en leit hvorki til
hægri né vinstri, sá enga skepnu
og kom heim svobúinn. Ekki kont
það sjaldan fyrir, er hann var send-
ur erinda á aðra bæi, að hann
gleymdi erindinu, en ef hann
mundi það, lét hann skilaboðin
dynja óðara, og hljóp á stað án
þess að bíða eftir svari, svo að kalla
jjurfti á eftir honum eða elta hann.
í æsku var Kristján bráðlyndur,
og snemma óvæginn í orðum þá
hann reiddist, en jafn-fljótt varð
hann afreiður aftur. Þá var hann
og snemma mislyndur — annað
hvort þögull og þungbúinn, eða
þá ofsakátur. Margir urðu til þess
að atyrða hann, storka honum og
velja honum háðuleg heiti. Svaraði
Kristján þá all-biturlega og orkti
ófagrar vísur um óvin sinn, en
sjaldan þorði hann að láta aðra en
mig heyra þær. Hann elskaði móð-
ur sína, en hataði stjúpa sinn, því
hann var honunr vondur. Og mér
er það vel ljóst, að hin illu kjör
Kristjáns þessi ár höfðu áhrif á
hann alla ævi. Hin raunalega lífs-
skoðun hans hefur að miklu leyti
myndast út af hinni illu aðbúð, er
hann átti þessi ár. Okkur bræðrun-
um þótti ávallt vænt hvorum um
annan. Oft reiddist hann fyrirmína
hönd, er mér var nrisboðið og sást
þá ekki fyrir í orði, og hlaut svo illt
fyrir sjálfur.
Kristján leit snemma nokkuð
stórt á sig. Hann fann meiri kraft