Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 24
6 EIMREIÐIN loks Reykjavíkurpósturinn og Norðurfari. Af þessum tímaritum urðu Ný félagsrit langlífust og þyngst á bárunni í þjóðlífinu, þó að Fjölnir hafi kannske farið glæstast skeið meðan það stóð. Sagna- blöðin og einkum Klausturpósturinn voru líka ágæt rit á sínu sviði, miklu betri rit en svo, að þau eigi skilið að standa aðeins í skugga hinna. Tvö rit frá fyrri hluta aldarinnar lifa reyndar enn, Skírnir og Almankið, sem hófust 1827 og 1837, hvorutveggja árs- rit í upphafi. Skírnir og Sagnablöðin tóku að vissu leyti við af ritum Magnúsar Stephensen um það að vera farvegur fyrir strauma heims- menningarinnar, eða fréttanna af þeim hingað heim, þó að þessar heimsfréttir bærust hingað útnorður í haf hálfu eða heilu ári eftir að atburðirnir gerðust. Voru þær samt ekki sagðar til þess eins að segja sögu, enda voru þær stundum sundurlausar og sundurleitar. Þær voru sagðar til þess að fræða og til þess að kveikja líf, til þess að slá neista, sem að vísu urðu ekki oft að miklu eða brakandi báli í þessu landi, það var ekki beinlínis mörlandans eðli, hans bezti bjargvættur var seiglan, eins og Jón Sigurðsson sagði um miðja öld- ina. Þessar erlendu fréttir urðu samt heit glóð í opinberu lífi á Islandi, og höfðu margvísleg áhrif, fyrst og fremst á frelsishugsjón- ina og frelsisbaráttuna. Þessu hefur verið veitt miklu rninni athygli en vert væri. Þessar erlendu fréttir tímaritanna, sem að miklu leyti eru samtímasaga um evrópska pólitík, tvinnast margvíslega við ís- lenzk mál hér heima, auk þess sem þær höfðu fréttagildi í sjálfu sér og voru útsýnisgluggi fjarlægrar og fátækrar fásinnisþjóðar út um þá víðu veröld, sem enn var langt frá þjóðbraut hennar og þekkingu. Einnig í þeim efnum brutu görnlu tímaritin nýjar brautir — rufu einangrun landsins, eða öllu heldur efldu á ný það samband við umheiminn, sem oft var áður á öldum og var ein helzta lífstaug þjóðlífs og þjóðernis. Þessir gömlu fréttaritarar sögðu að jafnaði rétt og skilmerkilega frá því sem þótti helzt frá- sagnarvert. Þeir voru margir ágætir sögumenn og leituðu samvizku- samlega eins góðra heimilda og völ var á. Þó að þær gætu verið tak- markaðar og tímabundnar, var ekki um að ræða einskorðuð dönsk eða norræn sjónarmið eða áhrif. Menn hafa dregið óþarflega fram þyngsli og galla í máli og stíl, sem að vísu verður ekki leynt hjá sumum, en liitt er ekki síður athyglisvert, hversu vel og fjörlega er frá rnörgu sagt og rökvíslega. Jafnvel Fjölnismenn höfðu orð á því, sem vel var um stíl og mál Minnisverðra tíðinda. Þó að til- gangur þessara tímarita væri fyrst og fremst fréttaflutningur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.