Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 87

Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 87
GRETTIR ÁSMUNDSSON 69 nauðsynlegt að starfa, að þú gætir eigi að hlýta háttum ann- arra manna? Grettir: Margt er smátt það, er til ber á síðkvöldum. Vil eg færa þér gripi þessa, er eg hef úr haugi upp tekið. (Heldur uppi saxinu.) Betra vopn en þetta hef eg ekki séð, og þætti mér mikill fengur að eiga. Þorfinnur (léttbrýnn): Hafðu manna heilastur unnið. Er sax þetta menjagripur ættar vorrar. En hvaðan kom þér fé þetta og gripir. Grettir: Gripi þessa sótti eg í haug Kárs inns gamla hér á eynni. Var þar fúlt og kalt og eigi þefgott. Hygg eg, að fáa fýsi að sækja gull og gripi í haug þann. Þorfinnur: Ekki mun þér allt í augum blæða. Hefir engan áður fýst að brjóta hauginn. En með því að fé það, sem í jörðu er fólg- ið er illa komið, mun eg ekki gefa þér skidd hér á, þar sem þú færðir mér. Grettir: Sax þetta (heldur uppi saxinu) tók eg af haugbúanum eftir allharðar sviptingar, og skyldi það aldrei mér úr liendi ganga, ef eg ætti. Þorfinnur: Vel er til mælt, en sýna skaltu nokkuð áður, það er frægð þykir í vera, en eg gefi þér saxið, því það fékk eg aldrei af föður mínum meðan hann lifði. Grettir: Eigi má vita, hverjum að mestu gagni verður, áður en lýkur. En svo búið mun þó standa, sem komið er. Þorfinnur (stendur upp, tekur gripina): Tími er nú til kominn að ganga í svefnskála. Mun eg á morgun, Hafliði stýrimaður, fylgja ykkur til lands. A eg og jiar erindum að sinna. Þér, Grett- ir, fel eg forsjá hér heima. Er hér hvergi öruggt fyrir óaldar- mönnum og sævíkingum. Treysti eg á karlmennsku þína, ef á reynir. (Þeir fara.) Grettir (um leið og hann fer); Þá reynir fyrst á kappann, er á hólminn er komið. Tjaldið. Sama svið. Annað atriði. Grettir hallar sér upp i setið. Kona Þorfinns kemur inn. Husfreyja: Skip eitt siglir hér nær landi, er það skarað skjöldum og steint fyrir ofan sjó. Grettir: Mörg sigla nú skipin suð- ur og norður með landi, þar sem Iiver sækir til sinna heimkynna, og er ekki mark að slíku. Húsfreyja (horfir út): Tortryggi- legt þykir mér skipt þetta. Hafa þeir nú fellt segl og róa knálega að nausti voru. Vil eg, að þúfarir með húskörlum vorum og kann- ir hverju sætir um ferð þeirra. Grettir: Illa kann eg því að ganga hér til lendingar sem höldur eða hersir að heilsa á sjófarendur og hafa þó engu hér fyrir að ráða. Húsfreyja (horfir út): Nú hlaupa þeir fyrir borð 12 saman. Eru mennirnir ófriðlegir, og ertu ekki sá garpur, íslendingur, sem Þorfinnur ætlar, ef þú bælir flet- ið og hefst ekki að, þótt ráns- menn fari að oss. Muriu þér bet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.