Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 87
GRETTIR ÁSMUNDSSON
69
nauðsynlegt að starfa, að þú
gætir eigi að hlýta háttum ann-
arra manna?
Grettir: Margt er smátt það, er til
ber á síðkvöldum. Vil eg færa
þér gripi þessa, er eg hef úr
haugi upp tekið. (Heldur uppi
saxinu.) Betra vopn en þetta hef
eg ekki séð, og þætti mér mikill
fengur að eiga.
Þorfinnur (léttbrýnn): Hafðu
manna heilastur unnið. Er sax
þetta menjagripur ættar vorrar.
En hvaðan kom þér fé þetta og
gripir.
Grettir: Gripi þessa sótti eg í haug
Kárs inns gamla hér á eynni. Var
þar fúlt og kalt og eigi þefgott.
Hygg eg, að fáa fýsi að sækja gull
og gripi í haug þann.
Þorfinnur: Ekki mun þér allt í
augum blæða. Hefir engan áður
fýst að brjóta hauginn. En með
því að fé það, sem í jörðu er fólg-
ið er illa komið, mun eg ekki
gefa þér skidd hér á, þar sem þú
færðir mér.
Grettir: Sax þetta (heldur uppi
saxinu) tók eg af haugbúanum
eftir allharðar sviptingar, og
skyldi það aldrei mér úr liendi
ganga, ef eg ætti.
Þorfinnur: Vel er til mælt, en sýna
skaltu nokkuð áður, það er frægð
þykir í vera, en eg gefi þér saxið,
því það fékk eg aldrei af föður
mínum meðan hann lifði.
Grettir: Eigi má vita, hverjum að
mestu gagni verður, áður en
lýkur. En svo búið mun þó
standa, sem komið er.
Þorfinnur (stendur upp, tekur
gripina): Tími er nú til kominn
að ganga í svefnskála. Mun eg
á morgun, Hafliði stýrimaður,
fylgja ykkur til lands. A eg og
jiar erindum að sinna. Þér, Grett-
ir, fel eg forsjá hér heima. Er
hér hvergi öruggt fyrir óaldar-
mönnum og sævíkingum. Treysti
eg á karlmennsku þína, ef á
reynir. (Þeir fara.)
Grettir (um leið og hann fer); Þá
reynir fyrst á kappann, er á
hólminn er komið.
Tjaldið.
Sama svið. Annað atriði.
Grettir hallar sér upp i setið. Kona
Þorfinns kemur inn.
Husfreyja: Skip eitt siglir hér nær
landi, er það skarað skjöldum og
steint fyrir ofan sjó.
Grettir: Mörg sigla nú skipin suð-
ur og norður með landi, þar sem
Iiver sækir til sinna heimkynna,
og er ekki mark að slíku.
Húsfreyja (horfir út): Tortryggi-
legt þykir mér skipt þetta. Hafa
þeir nú fellt segl og róa knálega
að nausti voru. Vil eg, að þúfarir
með húskörlum vorum og kann-
ir hverju sætir um ferð þeirra.
Grettir: Illa kann eg því að ganga
hér til lendingar sem höldur eða
hersir að heilsa á sjófarendur og
hafa þó engu hér fyrir að ráða.
Húsfreyja (horfir út): Nú hlaupa
þeir fyrir borð 12 saman. Eru
mennirnir ófriðlegir, og ertu
ekki sá garpur, íslendingur, sem
Þorfinnur ætlar, ef þú bælir flet-
ið og hefst ekki að, þótt ráns-
menn fari að oss. Muriu þér bet-