Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 66
48
EIMREIÐIN
er miðist við annað íullnaðarpróf úr menntaskóla en stúdentspróf, þ. e.
fyrir þá, sem ekki stefna að háskólanámi.
Kveðið er á um, að við hvern menntaskóla skuli skipað í eftirtalin
störf, auk kennara og skólastjóra: 1) Umsjónar- og ráðgjarstörf, þ.e.
störf yfirkennara eða aðstoðarskólastjóra, bókavarðar, námsráðunauta,
deildarkennara og félagsráðunauta. Þessir starfsmenn allir mega vera
úr hópi kennara, og má fela sama manni fleiri en eitt starfanna.
2) Störf á skrifstofu, þ.e. fulltrúastarf og gjaldkerastarf. 3) Onnur störf,
þ.e. starf húsvarðar og tækjavarðar og 4) starf húsbónda og húsfreyju
í heimavistarskólum. Fela má sama starfsmanni fleiri en eitt slíkra
starfa.
Tölu fastra kennara skal ntiða við, að eigi korni fleiri en 20 nent-
endur á hvern, en eftir núgildandi lögum skal að jafnaði skipaður einn
fastur kennari á hverja bekkjardeild.
Skilgreint er nánar í fntmvarpinu en gert er í gildandi lögum, hvaða
kröfur skuli gerðar um háskólamenntun menntaskólakennara. Nú segir,
að menntaskólakennari skuli hal'a lokið fullnaðarprófi við háskóla eða
sambærilega stofnun, en í frumvarpinu segir, að hann skuli hafa í aðal-
kennslugrein lokið prófi, er sé sambærilegt cand. mag.-prófi frá Háskóla
íslands. Kennarar, er eigi fullnægja gildandi menntunarkröfum, skidu
að fengnum meðmælum skólastjórnar eiga rétt á allt að tveggja ára
orlofi til fullmenntunar. Ákvæði eru í frumvarpinu um skyldunám-
skeið fyrir menntaskólakennara, jieint að kostnaðarlausu. Þá er heim-
ilað að veita kennurum orlof, með launum að nokkru eða öllu leyti,
sérstaklega lil að vinna að gerð kennslubóka eða kennslugagna.
Sérstakur kafli er í frumvarpinu um húsrými og tæki, án hliðstæðu í
gildandi lögum. Er þar kveðið á um, að í hverjum skóla skuli séð fyrir
húsrými, er nægi til allrar starfsemi skólans, og í því sambandi talclar
ýmsar tegundir húsnæðis. Setja skal sérstaka reglugerð um lágmarks-
kröfur í þessum efnum. Sérstök ákvæði eru urn bókasafr. og lestrar-
sali. Kveðið er á um, að kennslustofur skólanna skuli eftir föngum
vera fagkennslustofur, þ. e. hver stofa miðuð við þarfir ákveðinna
kennslugreina. Samin skal skrá um nauðsynlegan og æskilegan rita- og
tækjakost. Mynda skal í hverjum skóla skólaráð, skipað yfirkennara og
fulltrúum almenns kennarafundar, svo og fulltrúa nemenda. Skóla-
stjóri og skólaráð mynda skólastjórn. í hverjum skóla ska) vera nemenda-
ráð, er sé fulltrúi nemenda gagnvart skólastjórn og henni til aðstoðar
í málefnum nemenda.
Skólastjórar allra skóla á menntaskólastiginu skulu mynda sam-
starfsnefnd. Þá er gert ráð fyrir því, að auk skólalækna séu skipaðar
skólahjúkrunarkonur, og í reglugerð séu sett ákvæði um heilsuvernd
í heimavistarskólum.