Eimreiðin - 01.01.1969, Blaðsíða 93
grettir ásmundsson
75
Björn: Þá er smalar gengu fram
hjá sjávarhömrum þeim, er hér
eru skammt undan, urðu þeir
dýrsins varir í hellisskúta hátt
uppi í berginu og er einstigi upp
að ganga.
Þorkell: Þess get eg til, að dýrið
muni ekki auðunnið á slíkum
stað. Er einstigi bratt og þeim
bani vís, er ofan hrapar.
Björn: Miku mest tel eg um vert,
að híðið er fundið. Skal eg nú
jirófa, hvernig leikar fara með
okkur nöfnum.
Þorkell: Ekki ertu, frændi, einfær
til slíkra hluta. Munum við hafa
liðsafnað nokkurn og fara ekki
færri en átta saman.
Björn: Vekja muntu þá verða garp-
inn Gretti, sem nú sefur hér
næsta fast. Eða hvort er honum
nú farið sem karli föður hans, er
sagt er að kafnað hafi afgamall
sem hundur úr stofureyk.
Þorkell: Það er allilla farið að hafa
eftir klækiyrði ómerks göngu-
manns, einkum um slíkan höfð-
ingja, sem Ásmundur var. Mun
Gretti líka illa, ef hann heyrði.
En vant er að treysta sofandi
mönnum.
Björn: Hvorugur ykkar kýs orð úr
munni mér og hirði eg aldrei
hvort Gretti líkar betur eða verr.
(Þrífur í feld Grettis og kastar
niður.)
Grettir (rís upp tómlega): Hver hef-
ir ykkar sveina gletzt við mig
og kastað niður feldi mínum?
Björn: Sá einn mun gert hafa, sem
þorir við að ganga. En nú er
það ráð, Grettir, að fylgja Þor-
katli bónda til bjarnarveiða.
Grettir: Eigi legg eg langt upp
glettur þessar, er ekki að lasta,
þótt ýmsir eigi högg í annars
garði. En björn vildi eg gjarn-
an unnið hafða áður en eg er
allur.
Þorkell: Það vil eg Grettir, að þú
hefnir eigi þess tals, sem orðið er
á Birni, frænda mínum. Mun eg
bæta fyrir orð hans fullum
manngjöldum og séuð þið sáttir.
Björn: Verja máttu fé þínu betur,
Þorkell frændi, en bæta fé fyrir
þetta tal, og hafi hér eik það, er
af annarri skefur, er við Grettir
eigumst við.
Grettir: Það líkar mér allvel, og
mun geymt en ekki gleymt, það
sem hér hefir verið sagt. En sjald-
an hafa spár mínar átt langan
aldur.
Þorkell: Ger þú eigi á hlut Bjarn-
ar meðan þið eru á vist með mér.
Er þér þá og fé til reiðu, er eg
áður bauð, ef þið eruð sáttir.
Grettir (glottir): Svo mun verða,
að vera bóndi, er þú rnælir til,
en eigi vil eg gera þau ágirndar-
brögð að þiggja féboð þitt.
Björn: Ganga skal eg óhræddur fyr-
ir Gretti, hvar sem fundum okk-
ar kann saman að bera.
Þorkell: Eigi veit eg hversu lyktar
ykkar viðskiptum, en eigi mun-
uð þið jafnir hreystimenn vera,
og legg þú Björn fátt til Grettis.
(Stendur upp.) En búumst nú
skjótt til bjarnaveiðanna og dugi
þá hver sem má.
Tjaldið.