Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 93

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 93
grettir ásmundsson 75 Björn: Þá er smalar gengu fram hjá sjávarhömrum þeim, er hér eru skammt undan, urðu þeir dýrsins varir í hellisskúta hátt uppi í berginu og er einstigi upp að ganga. Þorkell: Þess get eg til, að dýrið muni ekki auðunnið á slíkum stað. Er einstigi bratt og þeim bani vís, er ofan hrapar. Björn: Miku mest tel eg um vert, að híðið er fundið. Skal eg nú jirófa, hvernig leikar fara með okkur nöfnum. Þorkell: Ekki ertu, frændi, einfær til slíkra hluta. Munum við hafa liðsafnað nokkurn og fara ekki færri en átta saman. Björn: Vekja muntu þá verða garp- inn Gretti, sem nú sefur hér næsta fast. Eða hvort er honum nú farið sem karli föður hans, er sagt er að kafnað hafi afgamall sem hundur úr stofureyk. Þorkell: Það er allilla farið að hafa eftir klækiyrði ómerks göngu- manns, einkum um slíkan höfð- ingja, sem Ásmundur var. Mun Gretti líka illa, ef hann heyrði. En vant er að treysta sofandi mönnum. Björn: Hvorugur ykkar kýs orð úr munni mér og hirði eg aldrei hvort Gretti líkar betur eða verr. (Þrífur í feld Grettis og kastar niður.) Grettir (rís upp tómlega): Hver hef- ir ykkar sveina gletzt við mig og kastað niður feldi mínum? Björn: Sá einn mun gert hafa, sem þorir við að ganga. En nú er það ráð, Grettir, að fylgja Þor- katli bónda til bjarnarveiða. Grettir: Eigi legg eg langt upp glettur þessar, er ekki að lasta, þótt ýmsir eigi högg í annars garði. En björn vildi eg gjarn- an unnið hafða áður en eg er allur. Þorkell: Það vil eg Grettir, að þú hefnir eigi þess tals, sem orðið er á Birni, frænda mínum. Mun eg bæta fyrir orð hans fullum manngjöldum og séuð þið sáttir. Björn: Verja máttu fé þínu betur, Þorkell frændi, en bæta fé fyrir þetta tal, og hafi hér eik það, er af annarri skefur, er við Grettir eigumst við. Grettir: Það líkar mér allvel, og mun geymt en ekki gleymt, það sem hér hefir verið sagt. En sjald- an hafa spár mínar átt langan aldur. Þorkell: Ger þú eigi á hlut Bjarn- ar meðan þið eru á vist með mér. Er þér þá og fé til reiðu, er eg áður bauð, ef þið eruð sáttir. Grettir (glottir): Svo mun verða, að vera bóndi, er þú rnælir til, en eigi vil eg gera þau ágirndar- brögð að þiggja féboð þitt. Björn: Ganga skal eg óhræddur fyr- ir Gretti, hvar sem fundum okk- ar kann saman að bera. Þorkell: Eigi veit eg hversu lyktar ykkar viðskiptum, en eigi mun- uð þið jafnir hreystimenn vera, og legg þú Björn fátt til Grettis. (Stendur upp.) En búumst nú skjótt til bjarnaveiðanna og dugi þá hver sem má. Tjaldið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.