Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 52
34 EIMREWIN — er list — og því meiri list sem það er torráðnara. Eins og postular Krists sáu síð- ast í iljar honum þegar hann hvarf þeim í skýið yfir Olíufjall- inu, — þannig sjáum við vesælir menn í iljar listamannsins um leið og hann hverfur okkur inn í ský listarinnar. — En — eins og postularnir trúðu því, að Kristur kærni aftur og stofnaði þúsund ára ríki sitt hér á jörðinni, —■ þannig trúum við því, að lista- maðurinn stígi aftur niður til okkar og deili kjörum með okk- ur í önn og bardúsi hins hvers- dagslega lífs. Nú er Langafasta og Jón prófessor Helgason les Passíu- sálmana. Þetta er eftirminnileg- ur viðburður í sögu útvarpsins. — Jón gerir nteira en lesa sálm- ana. — Slíkur töframáttur og kyngi fylgir flutningi hans, að tímaskyn okkar ruglast og við finnum okkur stödd þrjúhundr- uð árum aftar í tímanum nteðan við hlýðum á hann. Þetta er ömurlegt svið, — en um leið ákaflega stórbrotið og spennandi. Eldar loga bæði hið efra og neðra og má ekki milli sjá hver verði mannskepnunni liáskalegri. Djöfullinn bíður búinn þar í bálið vill draga sálirnar .... .... Þannig eru fréttiinar úr neðra. .... Lítið skárra er ástandið hið efra, því — gegnum hold, æðar blóð og bein / blossi guðlegrar heiftar skein..... .... en með fórnardauða sínum gerir Kristur hvort tveggja í senn, að loka dyrum helvítis og stilla reiði skaparans. — Menn- irnir hafa því ekkert framar að óttast. — Svo framarlega sem þeir iðrast og lifa frómu og ráðvöndu lífi komast þeir farsællega til hinna hinmesku tjaldbúða að lokinni sinni göngu gegnum táradalinn. Meðan Jón þylur hinn mikla harmleik Hallgríms Péturssonar — ómar innra með okkur — eins og undirspil — alltaf sama erind- ið úr kvæði hans: — í Árnasafni. Las eg þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum. Yfirtak langt, bak við ömurleik hungurs og sorgar ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. —■ Þegar rnenn eru að rnikla fyrir sér erfiðleika líðandi stund- ar, svo sem eins og kólnandi veð- urfar, — aflabrest, — gjaldeyris- skort, — kjaraskerðingu og at- vinnuleysi, — eru þeir vanalega hughreystir, með jrví, að þjóðin hafi séð hann svartari á liðnum öldum, en þó skrimt af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.