Eimreiðin - 01.01.1969, Page 34
16
EIMREIÐIN
Og Ijóð þitt barst að eyrum hins vegmóða í viðjum
og villu eyðisands.
Við snerting þess varð dögun í döpru brjósti hans.
Og gröfin varð ei lengur hið geigvænlega myrkur
heldur griðastaður manns.
Öll þjóðin hóf upp augun á móti morgunbjarma
og myrkrið vék um set.
Og þú gafst henni Tárið.
Hún trúði og huggast lét.
III.
Vér þekkjum nöfn á norðurslóð,
er náðu tónum hærri.
En ekkert stef sem strengleik þinn,
er stóð svo mörgum nærri.
í þjáning iífs, á þrautastund,
ert þú oss öllum kærri.
Þú blysið varst, er brennur skjótt,
en braga myrkrið lætur,
sú bróðurhönd á höfuð lögð,
er huggar þann, sem grætur,
hið bleika harmablóm, sem á
í brjósti voru rætur.
Ei finnur tímans elfur ós,
ei orð nein dauðleg tunga,
er fái lífsins töfra tjáð
né tregans ofurþunga.
En fólk, er sorgar fegurð ann,
man fjallaskáldið unga.