Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 40
22 EMREI3JN í sjálfum sér en mörgum, sem fyrir- litu hann. En lífskjör lians gerðu hann vonlausan um að geta komist nokkuð áfram eða geta notið þeirra hæfileika, er hann fann hjá sér. Mun þetta liafa verið orsök þess þunglyndis, sem þjáði hann síðar, og bera þess vott mörg kvæði hans. Þegar Kristján var vinnumaður á Fjöllum, var þar hin mesta drykkjuöld og margir drykkju- menn, svo aldrei hefur ofdrykkja líklega verið almennari á Norður- landi. Varla var sá maður með mönnum teljandi, sem ekki var drykkjumaður. Kristján lærði þar að drekka eins og aðrir, en ákaf- lyndi hans leiddi til þess, að hann í því, sem öðru, gekk flestum lengra, þegar frarn í sótti. Seinasta árið, sem Kristján lifði, heimsótti ég liann á Vopnafjörð. Sá ég þá glöggt að hann var farinn að heilsu ogmundi ekki verða lang- lífur, en við svo bráðum skiftum bjóst ég ekki. Hann fylgdi mér fram sveitina, þegar ég fór heim- leiðis aftur. Ég livatti hann til að láta af ofdrykkju, brjótast áfram rösklega og bera ætíð mótlætið með karlmennsku. Þá svaraði hann með þessari vísu: „Vaka lífsins verði þér svo vær og ljúf og full af ró, eins og bana-blundur mér blíðri niðri ’ í grafar-þró.“ Honum var þá víst full-ljóst, að hann átti skammt eftir ólifað, en hann var þá að surnu leyti breyttur að hugarfari. Trúarskoðanir hans höfðu náð nokkurri festu. Nýlega liafði hann þá t. d. orkt langt kvæði, sem hann kaliaði „Andláts- orð Krists,“ og sá ég nokkuð af fyrsta uppkastinu, en kvæðið full- gert hafði hann sent séra Gunnari Gunnarssyni. Séra Gunnar sendi Kristjáni kvæðið aftur, en það kom ekki austur fyrr en Kristján var dáinn, og glataðist því kvæðið. Harmaði séra Gunnar það mikið, enda var það hinn mesti skaði, því það var yndislega fagurt, og lýsti hugarfari Kristjáns eins o,g það þá var, enda ekkert til eftir hann líkt því. Af þessari stuttu lýsingu sjá- um vér Kristján Jónsson, ís- lenzka þjóðskáldið í æsku. Hann er stór og sterkur á líkama og sál, stórlyndur, stórgáfaður og til- finningaríkur frá fyrstu æsku. Svona gerður . kemur hann í heiminn — fæddur til að vera skáld. Svo tekur heimurinn við honum, og heimurinn býður honum flest það illt, sem hann á til: Sviftir hann föðurnum, elur hann upp í fátækt, kemur Iion- um á vald eigingjarnra og heimskra manna. Og hann, sem fæddur var til að yrkja ljóð, er látinn hóa við fé; hann sem átti sálu fulla af söng, er látinn stinga tað í fjárhúsum. Flestir menn eru honum vondir, þegar hann er barn og þarfnast blíðu. Fárán- legt fífl kalla heimskingjarnir hann, af því hann getur ekki leynt spádóms-gáfu sinni. Svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.