Eimreiðin - 01.01.1969, Side 41
KRISTJÁN JÓNSSON 1842-1869
23
þroskast hann að aldri og kemst
meira á mannavegi. Hvað lærir
hann af þeim? Að drekka brenni-
vín! Honum fer sem mörgum
öðrum mannanna sonum, blóm-
knappar hjartans breiða blöð sín
móti ástinni, en hjartans við-
kvæmasta blómstur er þá troðið
niður í sorpið og hrækt á það.
Þetta er unglingurinn Kristj-
án. Þetta er æskumaðurinn, sem
verða á skáld þjóðar sinnar um
margar aldir. Nú förum við að
skilja ljóðin hans — skilja hvað
hann sjálfur var, og hví hann var
það, sem hann var.
Hér skal sama sem ekkert sagt
um fidlorðinsár Kristjáns, eða
þau árin, sem hann var við nám
í Reykjavík. En vísað skal í því
sambandi til hinnar einkar ljósu
ritgerðar eftir Jón Ólafsson, sem
prentuð er framan við Reykja-
víkurútgáfur Kristjáns-kvæða.
Það eitt út af fyrir sig, að
Kristján braust gegn um margar
torfærur út á skólaveginn, sýnir
hjá honum meiri viljakraft en
vér búumst við að finna hjá
manni líkum honum. Ef til vill
hefur þessi eiginleiki lians —
viljakrafturinn — ekki verið nóg-
sanilega tekinn til greina.
Sagt hafa mér skólabræður
hans í latínuskólanum, að Kristj-
án hafi verið allra manna vinsæl-
astur, og víst er um það, að þeir,
sem honum voru handgengnir,
geta aldrei gleymt honum. Hann
virðist þeim iillum í fersku
minni, svo sem væru þeir ný
eengnir frá honum.
Aldrei komst Kristján gegnum
lærðaskólann í Reykjavík og
enga stöðu hafði hann víst veru-
lega hugsað sér í lífinu. Fullur
gremju og sorgar sagði hann sig
úr skóla eftir fjögurra vetra nám.
Hann var barnakennari á Vopna-
firði, þegar hann aðeins tuttugu
og sjö ára gamall kvaddi þetta
líf, sem honum liafði verið „blóð-
rás og logandi und.“ Oft hafði
hann verið einn í lífinu, og einn
var hann í dauðanum. Um and-
varpið hefur hann orkt eitt hið
fegursta kvæði sitt. En enginn
maður heyrði síðasta andvarpið
hans. Hann hafði lengi þráð að
deyja. Sjálfur komst hann svo
að orði:
Þegar lífsins löngun hverfur,
lífið er eðli sínu fjær.
Lífið hans var orðið „eðli sínu
l jær“ og hlaut því að enda. í
kirkjugarðinum að Hofi fékk
hann „Gröfina,“ sem var —
Hið eina hæli hans
og himins náðar-gjöf.