Eimreiðin - 01.01.1969, Page 96
78
EIMREÍDIN
dansi og látbragðsleik. Það eiga
þeir ef til vill eí'tir að gera; en livað
um það, þarna liafa þeir þegar
fundið merkilegt viðfangsefni, og
vonandi eiga þeir líka eftir að
finna sjálfa sig í glímunni við það.
„Gríma,“ sem margt hefur gert
athyglisvert um dagana, hóf sýn-
ingar á nýju leikriti eftir Guð-
mund Steinsson, og nefnist það
„Sæluríkið." Kristbjörg Kjeld ann-
aðist leikstjórn af mikilli smekk-
vísi og vandvirkni, og varð sýning-
in hin áferðarfallegasta, þrátt fyrir
þröngan stakk leiksviðsins í Tjarn-
arbæ. Sjálft leikritið var hins vegar
í lágreistara lagi, „kolféll" eins og
leikhúsmenn taka til orða og hef-
ur sjaldan lagst svo lítið fyrir
„Grímu“, sem vonandi á eftir að
bæta sér ósigurinn með athyglis-
verðara viðfangsefni.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
„Mann og konu“ með Brynjólf
Jóhannesson í hlutverki Sigvalda
og Ingu Þórðardóttur í hlutverki
Staðar-Gunnu, við mikla aðsókn
og vinsældir, og er ekki séð fyrir
endann á þeim vinsældum enn,
þegar þetta er ritað. Upp úr hátíð-
um tók það svo til meðferðar sjón-
leik eftir }ean Anouilh hinn
franska, „Orfeus og Evrýdís",
skemmtilegt leiksviðsverk, byggt að
nokkru leyti á staðfærði grískri
goðasögu með sama nafni. Þar háði
Helga Bachmann frumraun sína
sem leikstjóri með mikilli prýði,
nema hvað sýningin var helzt til
hæggeng á köflum — þar sagði til
sín munurinn á franskri skapgerð
og tungutaki og íslenzkri. Þar var
margt vel gert, einkum sýndi Jón
Sigurbjörnsson enn einu sinni hve
snjöllum tilþrifum hann býr yfir á
sviði. Ungir leikarar, Guðmundur
Magnússon og Valgerður Dan léku
aðalhlutverkin, kannski ekki af til-
þrifum, en slétt og smekklega. í
febrúar kom svo Leikfélagið með
nýjan, bandarískan ærslaleik, „Yfir-
máta ofurheitt," eftir Murray Schis-
gal, leikstjórn annast Jón Sigur-
björnsson, en leikendur eru ekki
nema þrír — Pétur Einarsson, Þor-
steinn Gunnarsson og Guðrún Ás-
mundsdóttir. Leikrit þetta nefnist
„Luve“ á frummálinu, og leynir
glettilega á sér, því að höfundur
gerir þar stólpagrín að „alvarlegri"
bandarískum leikritum síðustu ára-
tugina, Freud-komplexunum og
öllum þeim meinlokum, sem „önd-
vegis“-höfundarnir vestur þar þjást
svo mjög af sem raun ber vitni.
Það er ekki oft, að Bandaríkja-
menn þora að taka sjálfa sig óhátíð-
lega — en þetta er altént góð byrj-
un.
Þjóðleikhúsið hefur einkum sýnt
fjögur leikrit á þessum vetri. „Pún-
tilla og Matti“ eftir Brecht varð
hin merkilegasta sýning, og vel til
hennar vandað, en þó varð hún
mestur sigur fyrir Róbert Arnfinns-
son í hlutverki Púntilla óðals-
bónda. Túlkun Róberts á því hlut-
verki er beinlínis frábær. Þá var
jólaleikritið, „Deleríum Búbonis“,
gamalkunnur og góðkunnur söng-
leikur eftir þá bræður, Jónas og
Jón Múla Árnasonu. Benedikt
Árnason annast leikstjórn. Oft hef-
ur jólaleikritaval Þjóðleikhússins