Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 96
78 EIMREÍDIN dansi og látbragðsleik. Það eiga þeir ef til vill eí'tir að gera; en livað um það, þarna liafa þeir þegar fundið merkilegt viðfangsefni, og vonandi eiga þeir líka eftir að finna sjálfa sig í glímunni við það. „Gríma,“ sem margt hefur gert athyglisvert um dagana, hóf sýn- ingar á nýju leikriti eftir Guð- mund Steinsson, og nefnist það „Sæluríkið." Kristbjörg Kjeld ann- aðist leikstjórn af mikilli smekk- vísi og vandvirkni, og varð sýning- in hin áferðarfallegasta, þrátt fyrir þröngan stakk leiksviðsins í Tjarn- arbæ. Sjálft leikritið var hins vegar í lágreistara lagi, „kolféll" eins og leikhúsmenn taka til orða og hef- ur sjaldan lagst svo lítið fyrir „Grímu“, sem vonandi á eftir að bæta sér ósigurinn með athyglis- verðara viðfangsefni. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Mann og konu“ með Brynjólf Jóhannesson í hlutverki Sigvalda og Ingu Þórðardóttur í hlutverki Staðar-Gunnu, við mikla aðsókn og vinsældir, og er ekki séð fyrir endann á þeim vinsældum enn, þegar þetta er ritað. Upp úr hátíð- um tók það svo til meðferðar sjón- leik eftir }ean Anouilh hinn franska, „Orfeus og Evrýdís", skemmtilegt leiksviðsverk, byggt að nokkru leyti á staðfærði grískri goðasögu með sama nafni. Þar háði Helga Bachmann frumraun sína sem leikstjóri með mikilli prýði, nema hvað sýningin var helzt til hæggeng á köflum — þar sagði til sín munurinn á franskri skapgerð og tungutaki og íslenzkri. Þar var margt vel gert, einkum sýndi Jón Sigurbjörnsson enn einu sinni hve snjöllum tilþrifum hann býr yfir á sviði. Ungir leikarar, Guðmundur Magnússon og Valgerður Dan léku aðalhlutverkin, kannski ekki af til- þrifum, en slétt og smekklega. í febrúar kom svo Leikfélagið með nýjan, bandarískan ærslaleik, „Yfir- máta ofurheitt," eftir Murray Schis- gal, leikstjórn annast Jón Sigur- björnsson, en leikendur eru ekki nema þrír — Pétur Einarsson, Þor- steinn Gunnarsson og Guðrún Ás- mundsdóttir. Leikrit þetta nefnist „Luve“ á frummálinu, og leynir glettilega á sér, því að höfundur gerir þar stólpagrín að „alvarlegri" bandarískum leikritum síðustu ára- tugina, Freud-komplexunum og öllum þeim meinlokum, sem „önd- vegis“-höfundarnir vestur þar þjást svo mjög af sem raun ber vitni. Það er ekki oft, að Bandaríkja- menn þora að taka sjálfa sig óhátíð- lega — en þetta er altént góð byrj- un. Þjóðleikhúsið hefur einkum sýnt fjögur leikrit á þessum vetri. „Pún- tilla og Matti“ eftir Brecht varð hin merkilegasta sýning, og vel til hennar vandað, en þó varð hún mestur sigur fyrir Róbert Arnfinns- son í hlutverki Púntilla óðals- bónda. Túlkun Róberts á því hlut- verki er beinlínis frábær. Þá var jólaleikritið, „Deleríum Búbonis“, gamalkunnur og góðkunnur söng- leikur eftir þá bræður, Jónas og Jón Múla Árnasonu. Benedikt Árnason annast leikstjórn. Oft hef- ur jólaleikritaval Þjóðleikhússins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.