Ægir - 01.10.1912, Síða 10
118
Æ G 1 R
Þó býst jeg við að inenn liafi verið búnir
að heyra nógu snemma að sýning ælti að
verða, til þess að geta tekið myndarlegan
þált i lienni ef áhuginn hefði verið
nógur. En jeg tel það illa farið að ekki
var gert meira, því þarna hefði einmitt
verið golt tækifæri og hentugur staður
fj'rir oss að sýna lieiminum, hvað vjer
gælum, þegar um fiskiveiðar er að ræða,
þar sem svo margir góðir landar eru bú-
setlir i Höfn og hefðu gelað slutt að því,
að alt yrði í iagi. Þessir fáu menn sem
sýndu, sýndu það best, að oss er óhæll að
koma fram á svona móti. Sjerstaklega
var sýning Thorsteinsson’s & Co. fjölskrúð-
ug og fræðandi. Sýnendur fengu einnig
góða viðurkenningu og hjeldu uppi heiðri
landsins, og fvrir það eiga þeir þakkir
skilið af oss.
Nokkrir menn liafa lálið í Ijósi þá skoð-
un við mig, að vjer hefðum ekki haft ann-
að til þess að sýna, en það sem sýnl var,
o: afurðir. En hefðu þeir sömu menn
verið á sýningunni, þá hefðu þeir eílaust
ekki sagt það. Nóg er lil að sýna. Auk
allskonar veiðiáhalda t. d. myndir af stöð-
um og mannvirkjum, lendingum, liöfnum,
íiskverkun og svo grafiskar liagfræðismynd-
ir, er sýna alla og afrakstur, breytingu
liskiveiða o. íl. íl.
Ekki kom heldur einn einasti Islending-
ur á hina miklu fiskimannasamkomu,
svo að jeg vissi; margir spurðu mig hvern-
ig á því stæði, og gat jeg ekki svarað öðru
en þvi, að þetta væri annríkistími fyrir
islenska fiskimenn, margir bundnir i skip-
rúmum, eða á annan liált, og að þeim
væri þess vegnu ekki mögulegi að koma.
En gaman hefði verið ef t. d. Vestmann-
eyingar hefðu tekið sig lil og komið á
einum af mótorbátum sínum, líkt og Fær-
eyingar gerðu, þó að reyndar sje lengri sjó
að fara. Jeg tala nú ekki um, ef að ein-
hver af hinum nýju bolnvörpungum vor-
um hefði mátt vera að því að koma þang-
að sainkomudagana, með 30—40 fiski-
menn.
Það lítur ekki út fyrir að vjer íslend-
ingar sjeum enn fyililega komnir inn í
heiminn, nje skiljum þýðingu sýninga.
En hún er að mínu áliti einkum sú, að
þær auka samkepni milli þjóðanna, og
leiða menn úr ýmsum áttum, og með ó-
líkum hugsunarhætti saman, rvðja þarf-
legum nj'jungum braut og gefa mönnum
tækifæri til þess að sjá margt nýstárlegt
komið saman á einum stað og vekja menn
til umliugsuna, sem geta leilt margt goll
og þarft af sjer síðar. En til þess að þetta
megi verða og sýningin nái lilgangi sinum,
þarf þátttakan í henni að vera mikil og
aðsóknin mikil af liálfu þeirra manna,
sem sýningin er helst gerð fyrir. Þessi
sj'ning var sjerslaldega fyrir fiskimenn, og
þá sem liafa atvinnu við fiskiveiðar, bæði
til þess að kenna þeim, og til þess að geta
þeim tækifæri til að sýna, að þeir væru
einnig allmerk stjett í mannfjelaginu. Þess
vegna áttu fiskimenn að fjölmenna þar,
og slcoða sjálfir, þvi að blaðagreinar gera
ekki mikið gagn á móti hinu: að sjá
s j á 1 f u r.
Vjer veitum mönnum ríílegan styrk lil
þess að laka þátt i allsherjar íþróttasam-
komum, og er það ekki að lasta, en þá
ættum vjer líka sannarlega að styrkja að
því, að vjer gælum tekið sómasamlegan
þátt i samkoinum þar sem þjóðirnar keppa
um þann mikla heiður, sem fólginn er í
viðurkenningu þess, að þær standi fram-
arlega í rekstri atvinnuvega sinna. Al-
vinnuvegirnir eru þó sá grundvöllur, scm
öll þjóðþrif hvíla á.