Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1912, Side 17

Ægir - 01.10.1912, Side 17
Æ G I R 125 miðlað nægu fólki til allra atvinnufyrirtækja sem aukast mjög árlega, en fólkið ekki að sama skapi, svo örðugleikar vaxa og kröfur hækka við þá sem atvinnuna veita. Tilfinnanlega er lika farið að bera á samkeppni frá útlendri hlið með að fá vinnukraft hjer, einkum á botnvörpu- skip seinnipart vetrar og vors, og svo til sild- veiða á sumrin, — Petta veikir alt aðstöðu inn- lenndra atvinnuveitenda. Leitt er pað samt, ef hinn ágæti »jaglfiskur« smátt og smátt hverfur af markaðinum og verður aðeins sem endurminning frá horínum dögum. Mótorbátar hafa ijölgað unnvörpum á síðari árum, en liætl er við að afturkippur ekki allítill komi í þá fiskisókn ef ekkert lagast með verð á steinolíu. Pví þótt nýjar vjelar komi, sem ganga fyrir öðru eldsneyti, þá hjálpar það ekki, því fáir geta breytt um, hafa engin ráð til slíks. Timínn sýnir hvort hægt er hið fyrsta að komast úr þeim fjötrum, sem steinoliuverðið setur menn i. Opiiir bátar eru smám saman að hverfa úr sögunni, eftir fá ár verða þeir að likindum aðeins notaðir á einstöku stöðum vissan liluta ársins, þó með undantekningum, og þá helst við suðurströnd- ina, I’orlákshöfn og Eyrarbakka, og við sunn- anverðan Faxaflóa þann tima, sem fiskur kemur af hafi og leitar grunns til að hrygna. Afli á botnrörpunga og þilskip sem gengið hafa frá Faxaflóa 1912. Botnvörpungar: Th. Th. & P. J. Th„ 2 skip fiskað . . 470,000 Alliance, 2 skip fiskað............... 397,000 Draupnir, 1 skip fiskað............... 265,000 H/f P. J. Th. & Co„ 3 skip fiskað . . 302,000 H/f. Kveldúlfur, 1 skip fiskað .... 208,000 H/f. Fram, 1 skip fiskað.............. 123,000 H/f. ísland, 1 skip liskað............ 205,000 Garðar & H. Zoéga, 1 skip fiskað . . 120,000 Botnv. (leiguskip): H/f. ísland, 1 skip fiskað............212,000 H/f. Óðinn, 1 skip fiskað............. 120,000 H/f. Fram, 1 skip fiskað..............113,000 Garðar & H. Zoéga, 1 skip fiskað . . 124,000 16 skip fiskað samtals 2,659,000 Þ i 1 s k i p: H/f Sjávarborg, 10 skip fiskað . . . 549,000 H. P. Duus, 11 skip fiskað............ 689,000 P. J. Th. & Co„ 8 skip fiskað .... 425,000 Th. Thorsteinsson, 2 skip fiskað . . 173,000 Jón Laxdal, 1 skip fiskað............... 7,000 Guðm. Ólafsson, 1 skip fiskað . . . 70,500 Sigurður Jónsson, 1 slcip fiskað . . . 28,000 H/f. »Stapi«, 1 skip fiskað.............. 58,000 J. P. T. Bryde, 1 skip fiskað .... 90,000 Einar Porgilsson, 1 skip fiskað . . . 83,000 L. Tang, ísafirði, 1 skip fiskað . . . 59,000 38 skip fiskað samtals 2,241,500 38 þilskip og 16 botnvörpungar fiskað samtals............................... 4,900,500 Verð á flski og öðrum sjávarafurðum. Verðið á sjávaraíurðum hefur verið hærra — á flestumþeirra —en hægt var að búast við snemma vors. Veiðin við Noreg var svo afskaplega mikil eins og mönnum er þegar kunnugt fyrir löngu og var við búið að það mundi hala miklu meiri áhrif á markaðinn en raun hefur á orðið, en það hefur aftur á móti hindrað verðfallið, að botnvörpuskip urðu tept seinni hluta vetrar víða um álfuna vegna kolaverk- fallsins, svo þegar alls er gætt, mun framleiðsla á fiski ekki liafa orðið meiri en i góðu meðalári, þegar þar að auki er tekið til hliðsjónar vax- andi eftirspurn eftir fiski á heimsmarkaðinum. Veðráttan hetur líka áhrif á fiskimarkaðinn elcki siður en á veiðiskapinn.þvi þegar vætur og óþurk-' ar ganga mjög miklir fyrri hluta sumars, þá kemur því minna inn á markaðinn, byrgðirnar þrjóta, og þegar lítið eða ekkert kemur í stað- inn hækkar verðið. Petta hefur líka átt sjer stað í ár; óþurkar gengu talsverðir i júní og júli, verðið hjelt sjer, en eftir því sem lengur leið á suraarið hækkaði það til muna. En verðhækkun sem verður svo seint á tíma kem- ur ekki nema örfáum til nota, framleiðendur hafa þá venjulega selt sinn fisk áður kaup- mönnum og þeir svo selt aftur. Svo að siðustu verða hin stærri erlendu verslunarhús sem ná að mestu í ágóðann. Eins er líka hitt, að ef verðfall kæmi í sama hlutfalli, þá yrðu hinir sömu fyrir tapinu. Pað er með þessa verslun eins og aðra, að hún er mikið komin undir auðmagni, hyggindum og heppni, cf hún á að verða arðvænleg. Fiskverslun hjer á landi er mikið iarín að færast í það horf að verða leynileg, það er

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.