Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1912, Page 20

Ægir - 01.10.1912, Page 20
128 E G 1R Esbjærg er orðin eins og menn vita rajög mikil íiski- stöð á vestan verðum Jótlandsskaga, og hefur aukist mjög mikið síðan hin nýja höfn var hygð nú fyrir nokkru og kostaði milj. króna. Mest fiska menn þar kola og ísu, sem er send þaðan og seld til Pýskalands. Árið 1886 voru þar aðeins 13 fiskiþiiskip, er öíluðu fyrir 36 þús. kr. samtals. 1898 voru þar orðnin 74 þilskip, er höfðu afla fyrir 205 þús. kr. alls, en 1910 var skipatala þar orðin 177 skip með aíla fyrir 1,298,000 krónur; svo afþví er auðsœtt að þar er framför í veiðunum. Mest þakka menn þetta höfninni og telja hana hið mesta íramfara og nauðsynjaverk ekki einungis fyrir bæinn sjálfan, heldurogfyr- ir allan vesturhluta landsins. Botnvörpuveiðar við Testur-Afríku. Eflir því sem opinberar skýrslur og blöð skýra frá, þá hefur hinn litli vísir til botnvörpu- veiða, sem byrjaður var við Vestur-Afríku fyrir nokkrum árum, lánast mjög vei, mikið betur en áhorfðist i fyrstu, og hefur aðferðin við verkun og hagnýtingu á aflanum verið höfð hin sama og tíðkast hjer í álfunni, bæði með söltun á þorski og öðrum fiskitegundum, og hafa tvö fjelög nú þegar nokkurn skipaflota og framleiða fyrir utan nýjan lisk, er þau senda í næstu kauptún, talsvert af verkuðum saltfiski er sendur er norður og suður með Afríku. Eiskiklak í Svisslandi. Svissarar flytja inn mjög mikið af fiski á ári liverju bæði af vatna- og sjávarfiski. En þar eð þeir eiga örðugt aðstöðu mcð vciðiskap sjálfir, þarsem þeir eiga livergi land til sjávar, þá hafa þessir örðugleikar kent þeim að ala upp vatnafisk, bæði lax og ýmsar aðrar tegundir, er lifa i ám og vötnum til neyslu innanlands, og hefur hið opinbera og einstakir menn lagt krafta sína fram til þess að reka þetta i stórum stil, svo nú má svo að orði kveða að Svissland sje fremsl allra landa i lieimi í þeirri grein. Skólar eru stofnaðir lil þess aðgefamönnum Iciðbeiningar með fiskiklak. Strangar fyrirskip- anir gerðar með veiðiskap i ám og vötnum um livar og hvenær veiði byrji og livenær nct skuli vcra lögð og upptekin, möskastærð, og margt fieira. Hrogn úr flestum fiskitegundum eru keypt liáuverði til klakstöðvanna ogveittverðlaunfyrir. Arið 1880 voru aðeins 9 klakstöðvar, 84 stöðvar 1890, en 1910 eru þær orðnar 188, og voru frjófguð 1,120,000 hrogna árið 1880 en nærfelt 85 miljónir 1910. Af þessu er það augljóst, að með þessu móti halda Svissarar ekki einungis við fiskistolni hjá sjer, heldur og ala meira upp en veiðinni nemur. Hvenær kemur sá tími að alþjóðalög fyrir- skipa fiskklak, til þess að bæta upp fiskeyðslu hafsins? Pó sá timi sje ekki nálægur nú, þá er það óefað að það gerist nauðsynlegt fyr eða síðar. Japanar veita árlega mikið úr rikissjóði lil fiskiveiða, og fer það ávalt vaxandi. Á þessa árs fjárlög- um er til fiskiveiða og annara atvinnugreina i sambandivið þær, veittar V/i milj. króna. Fram- för hjá þeim i fiskiveiðum fer vaxandi með liröðum fetum, bæði með tilliti til skipa, veiðar- færa og annara nýtískutækja með hagnýtingu aflans. Fiskiráð Norðraanna sem telur 38 meðlimi valda með atkvæðum allra fiskideildarmeðlima í 16 ömtum í Norvegi, kom saman 9. þ. m. í Björgvin. Það ræðir öll fiskimálefni, kemur fram með uppástungur um lagafyrirmæli og breytingar á lögum og samþykt- um tilheyrandifiskveiðum,gefurmeðmælisín með styrkveitingum, lánum og fleiru, og á frumkvæði til stofnunar ráðanauta-embætta heima fyrir, til leiðbeiningar að öllu er lýtur að veiðiskap á- samt tilnefningu umboðsmanna í öðrum lönd- um o. m. fl. Fiskiráðið stendur venjulega yfir nokkra daga, og eru þar meðal annars haldnir fróðlegir fj7rirlestrar um margt viðvíkjandi fisk- veiðum og verslun. Atlantsliaíið f r á y f i r b o r ð i t i 1 li i n s m y r k a u n d- irdjúps heitir bók sem nú er nýkomin út á kostnað forleggjara Aschehougs & Co. i Krist- janíu, og er hún rituð af Sir John Morrey og Dr. Johan Hjort, að mestu leyti eftir rannsókn- um þeim, sem gerðar liaía verið í hafinu af rannsóknaskipinu »Michael Sars«. Bókin kemur bæði út á ensku og dönsku, og er mjög mikið verk. í henni er lýst straumum og hita á yfir- borði hafsins og neðansjávar, ásamt öllu dýra- og jurtalífi hafsins. Hún er með myndum og mun það ekki hvað síst gera hana útbreidda og víðlesna. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.