Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1915, Qupperneq 2

Ægir - 01.02.1915, Qupperneq 2
18 ÆGIR fulltrúa í stað þeirra Bjarna Sæmunds- sonar og Geir Sigurðssonar, er út höfðu verið dregnir með hlutkesti samkvæmt lögum Fiskifjelagsins; voru báðir endur- kosnir, Bjarni með 15 og Geir með 13 atkvæðum, og eiga þeir að mæta sem lulltrúar á Fiskiþinginu fyrir Reykja- víkurdeildina. Varaíulltrúi var kosinn Þorst. Júl. Sveinsson. Endurskoðunarmenn voru kosnir Magnús Sigurðsson lögmaður og Brynj- ólfur Björnsson tannlæknir. Úrskurðarmenn voru kosnir þeir Bene- dikt Sveinsson rilstjóri og dr. Jón Þor- kelsson. Allir þessir menn voru kosnir til 4 ára. Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum, enda orðið áliðið er hjer var komið og var þvi fundi slitið. Fundurinn var fámennur, margir sjó- menn fjarverandi og ýms fundarhöld í bænum hið sama kveld, hafa átt sinn þátt i að gera hann fámennari en skvldi. Skýrsla erindreka Fiskifjelags íslands í útlöndum. Þegar Mðnum var slitið i Norður- álfunni um mánaðamótin júlí og ágúst síðastliðið ár, kom snögg breyting á öll viðskifti meðal þjóðanna er þá voru í fullu fjöri. Herskip ófriðarþjóðanna voru á sveimi um öll höf og gera þegar upp- tæk kaupskip ófriðarþjóðanna eða söktu þeim með dýrum íörmum, og ljetu hlut- lausra rikja skip mæta ýmsum þungum búsyfjum, er tafði ferð þeirra eða hindr- aði þær með öllu. Ábyrgðargjöld á skip- um og vörum í Norðurálfunni hækkaði þvi strax, og varð jafnvel ófáanlegt um tíma; en þegar kom fram í nóvember og Englendingar höfðu náð í sínar hönd- ur yfirráðum yfir hafinu aftur, að mestu leyti, komst nokkurn veginn á jafnvægi aftur. í byrjun ófriðarins teptist þegar öll verslun við Þýskaland, nema það, sem fluttist yfir Skandinaviu og Holland, og var það að eins lítill hluti þess vöru- magns er Þýskaland hafði haft i veltu áður stríðið byrjaði. Yerslunin við Belgíu hætti er Þjóð- verjar tóku Antverpen, sem var önnur stærsta verslunarborg á meginlandi álf- unnar, en auk þess var verslun við Norð- urlönd hættuleg og takmörkuð vegna sprengiduflahættu í Norður- og Austur- sjónum, og þegar Englendingar með aug- lýsingu 4. nóv. lýstu Norðursjóinn ófrið- arsvæði, er að eins bæri að sigla um eftir vissum reglum, takmarkaðist áhætt- an, en ferðirnar urðu aftur á móti lengri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Peningaviðskifti. Eins og gefur að skylja, og menn hafa tilfinnanlega orðið varir, komust öll peninga- og banka- viðskífti strax á ringulreið. Bankar hækk- uðu vexti ákaflega mikið, t. d. eins og Londonarbanki er hækkaði vexti sína úr 2V20/0 UPP í 10°/° dagana frá 26. júlí til 1. ágúst, og aðrir bankar gerðu svipað. Kauphöllum, þar sem öll stærri versl- unarviðskifti fóru fram, var víðast hvar lokað, og flestar þeirra ekki opnaðar aftur, fyrr en undir lok ársins. Gullforði bankanna var trygður með þvi að bannað var að láta út gull, en aftur á móti gefnir út seðlar til þess að fullnægja viðskiftum manna innanlands. í Englandi voru t. d. gefnir út 1 punds

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.