Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1915, Side 4

Ægir - 01.02.1915, Side 4
20 ÆGIR lausir lyrir til almennra viðskifta og áður. Öðru nær en svo sje. Þeir liggja að miklu leyli í vösum bankanna og' undir umsjón rikisstjórnanna, einkum á þetta sjer stað hvað snertir þau ríki er við ófriðinn eru riðin. En þau þurfa líka á miklu fje að halda daglega. Þannig telst það til að striðið kosti dag hvern um 180 milj. króna, sení deilast þannig niður: Rússland eyðir 45 milj. kr., Þýskaland 45 milj. kr., Frakkland 30 milj. kr., Austurríki 30 milj. kr. og Bretland 27 milj. kr. Þetta er af hagfræðingum talin bein útgjöld hernaðarþjóðanna íyrir utan það afskaplega tjón og eyðileggingu er framin er með þessu fje, og aukin út- gjöld til hermála er hlullausar þjóðir hafa orðið að hafa til að tryggja hlut- leysi sitt. Þann 24. þ. m. hafði ófriðurinn staðið í 180 daga, og er þvi útgjaldadálkurinn eftir þessum reikningi orðinn 32,400 mil- jónir króna. Þegar hernaðarþjóðirnar halda þannig áfram að eyða auðæfum sinum mánnð- um saman, án þess að bæla upp eyðsl- una, hlýtur fyrr eða síðar að koma i ljós þurð á þeim nauðsynjum er fólkið þarf til daglegs viðurværis, enda er strax, efiir þessa 6 mánuði, farið að bera til- finnanlega á þvi. Sfjórnir rikjanna verða hver í kapp við aðra af alefli að sjá um vopn og verjur, föt og fæði handa öllum þeim miljónum hermanna er vinna það ó- gæfusamlega starf að drepa hver annan og eyðileggja. Og þessir menn, kjarninn úr vinnukrafti þjóðanna, er áður fram- leiddu meira en þeir eyddu, verða nú ómagar þjóðanna og einstaklinganna, sem ennþá hafa friðsama iðju með hönd- um. Við þetta verður framleiðslan minni, skattar og álögur hærri og allar nauð- synjar stiga í verði. Farmgjöld (fragt). Hin afskaplega hækkun á farmgjöldum, er, eins og annað, bein afleiðing af striðinu, og stendur í nánu sambandi við það. Stríðið er stórkostlegra en nokkurntíma heflr átt sjer stað áður, enda flutningsgjöld með skipum hærri en áður hefir þekst, jafnvel 4—5 sinnum hærri. Þannig ausa flestir skipeigendur, er geta haft skip sín óhindruð í förum, upp ógrynni fjár. Hinar einstöku orsakir til þessarar gífurlegu hækkunar er sem nú greinir: Af skipum er 13°/o minna i förum en áður vegna stríðsins. Stjórn Breta hefir 1,700,000 smálestir i sinni þjónustu til flutnings á hertýgjum og nauðsynjum til hersins. Skipaslóll Þjóðverja og Austurríkismanna, nærfelt 3,500,000 smál. liggja aðgerðarlausar í höfnum þeirra eða annara rikja, og 600,000 smál. hafa þeir mist. Rússar og Frakkar hafa og svipaðan skipastól sam- anlagt til hernaðarílutninga og Bretar; og við þetta má bæta því að hlutlaus riki hafa líka lagt meiri áherslu en áður á að afla sjer bjargræðis til lengri tíma en gert hefir verið á friðartímum. Samfara þessari fækkun á skipastól frá venjulegum viðskiftaþörfum má telja það, að vátryggingar, kol, mannakaup, fæði o. fl. hefir hækkað í verði; ferðir hafa lengst við það að herskip stöðva flutningaskip til að athuga skipsskjöl og farmskrár, og jafnvel oft á langri leið. Ennfremur ferðum hagað öðruvisi, farið krókaleiðir er áður var farið beint, vegna forboðinna eða hættulegra leiða. Svo er sagt, að skip, sem fari hjeðan frá strönd- um Norðursjávarins til Miðjarðarhafsins, þurfi nú 30 daga í stað 10 daga áður. Eitt atriði sem taka verður til athug- unar í þessu sambandi er tjón sem verð-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.