Ægir - 01.02.1915, Síða 5
ÆGIR
21
ur á skipi og farmi sem ekkert endur-
gjald fæst fyrir, og eigendur verða þannig
að bera áhætluna sjálfir og þann kostn-
að sem af þvi leiðir. Skipsbyggingar eru
líka að mestu leyti stöðvaðar og við-
koma því engin, því verftin hafa nóg að
gera með viðgerðir á skemdum her-
skipum, byggingum á nýjum og jafn-
framt að búa til sprengivjelar og önnur
morðtól.
Hvernig flutningsgjöld hafa stigið má
sjá á eftirfarandi töflu:
Flutningsgj. fyrir striöið á hverja smálest. Nú.
— frá Cardif til London 3 sh. 14
— — Cardif — Genova 6 — 30
— — Newcastle — London 3 — 131/4
— — Newcastle — Rouen 5 — 20
— — Newcastle — Genova 71/4 - 37
— — River Plate — London 12Va - 63
— — Bilbao — Fees 4i/4 - 123/4
— — Newcastle — Marseille 6V2 — 301/2
- - Hull — Kaupm.h. 5 — 181/2
Arið 1911 var farmgjald írá Newcastle
til Marseille 7 sh. fyrir smálest. árið 1912
11 sh. og árið 1913 8 shilling.
Vöruverð. Salt og kol. Eins og gefur
að skilja hefir þessi dæmalausa farm-
gjaldshækkun svo mikla verðhækkun i
för með sjer á öllum vörum er þarf að
flytja sjóleiðis, einkum á allri þungavöru
er felur i sjer litið verðmæti svo sem
salt og kol. Hjeðan frá Bretlandi
er flutningsgjaldið til íslands á kolum
undir venjulegum kringumstæðum svip-
að innkaupsverðinu. Frá Tyne og Firth
of Forth 8—9 sh. innkaupsverð á skotsk-
um kolum og flutningsgjald svipað. Salt
frá Liverpool (Common and Fishery Salt)
127«—13^2 sh. smálestin, og flutnings-
gjald svipað og á kolum. En þegar nú
flutningsgjaldið er orðið 4—5 sinnum
hærra en áður, þá verður innkaupsverð-
ið hverfandi i samanbnrði við þá íeikna
upphæð er notendur heima verða að
gefa fyrir það þangað komið.
í byrjun ófriðarins í sumar kostaði salt
hjer 13/6 smál. en West Hartly kol 11/6,
en í dag er verðið jafn hátt á þessari
tegund af kolum og smálestin af saltinu,
eða 12/6 hver smálest. Salt hefir þannig
lækkað um 1 sh., en kolin stigið að sama
skapi. Verðið þá verið sem næst 18 kr.
smálestin af kolunum, en um 20 kr. af
saltinu komið á höfn í Reykjavík, en
verður nú sem nœst 40 kr. Þess ber þó
að geta i sambandi við þetta, að líkur
eru til þess að nokkrar saltbirgðir hafi
verið fyrirliggjandi á flestum helstu fiski-
veiðastöðum á íslandi eða þá farmar
verið í undirbúningi með hleðslu við
Miðjarðarhafið sem samið hafi verið um
flutning með fyrirfram (Time Charters)
samkvæmt lágum taxta, og væri því ó-
rjetllátt að selja þær birgðir dýrar en
áður.
Viðvikjandi kolum skal þess látið get-
ið, að þegar flutningsgjöld eru komin
yfir venjulegt hámark er hyggilegra að
kaupa betri tegundir af kolum, sem bæði
eru hitameiri og innihalda minna af
ösku og öðrum úrgangi. Þessari megin-
reglu ættu menn ávalt að fylgja, en ekki
síst eins og áslatt er nú.
Matvörur. Hveiti. Á þessari vöru liefir
orðið mikil verðhækkun síðustu mánuð-
ina, og á flutningsgjaldshækkunin eðli-
lega mestan þált i því. Talið er til að
flutningsgjaldskostnaður hingað lil Bret-
lands frá Ameriku á hveili, sje nú, sem
svarar 1 pence (c. 8 aur.) á hver 3 pd.
Enska vikublaðið »The News of the
World« frá 24. jan. talar um verðhækkun
á hveiti á þessa leið:
»Þegar farmgjöld eru orðin svo há að
alveg keyrir úr hófi og verð á vörum
að sama skapi, þá ætti landstjórnin að
sjá svo um að ensk skip sigldu eltki með