Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1915, Side 8

Ægir - 01.02.1915, Side 8
24 ÆGIR þrifalega meðfarið og verkunargögn eru nothæf til slíks. Virðingarfylst Liverpool 26. janúar 1915. Mallhías Þórðarson. A t h s. Eins og að framan segir er verð á enskuin peningum mjög hátt. Nú sem stendur er 1 £ 19 kr. 38 aurar, 1 shill- ing verður þvi 96 aurar og 1 pence 8 aurar. 1 mark er hjer um bil 88 aurar, 1 liri 68 aur. og 1 pes. eins. M. Þ. Frumvarp til laga um fjórðungsþing. 1. gr. í hverjum landsfjórðungi skal vera fjórðungsþing og skal það haldið 1 apríl- mánuði, það ár, er Fiskiþing íslands kem- ur saman. í fyrsta skifti skulu fjórðungsþingin haldin í kaupstöðum fjórðunganna, en eftir það ákveður hvert þing hvar næsta þing skuli haldið, innan landsfjórðungsins. 2. gr. Fjórðungsþingin hafa það mark- mið, að koma á samvinnu meðal hinna ýmsu deilda innan fjórðungsins. þau ræða og gera ályktanir um þau mál fjórðungs- ins og landsins i heild sinni, er lúta að framförum i fiskiveiðum og öðrum þeim málum, er standa í sambandi við þær og gefa Fiskiþinginu bendingar og tillögur uin þær framkvæmdir, er þau álíta tiltækilegar. 3. gr. Fjórðungsþingin kjósa hvert um sig 1 mann til þingsetu á Fiskiþingi ís- lands í Reykjavík. Gildir sú kosning til 4 ára i senn og má aðeins kjósa þá menn, sem eru meðlimir einhverrar deildar. Þó er kjörgengi bundið við búsetu í landinu. Sömuleiðis kjósa þingin 1 varaþingmann og er kosning hans bundin sömu skilyrð- um. 4. gr. Þingin velja sjer sjálf embættis- menn meðal fulltrúanna og eru þeir þessir: Forseti, varaforseti, skrifari, varaskrifari og' gildir kosning þeirra til næsta þings á eftir. Forseti kallar saman þingin á þeim stað, er þingið hefir ákveðið. Hann geymir mill- um þinga gjörðabók þingsins og annast um að koma henni á þingið, ef hann eigi mætir þar sjálfur. Hann skal og útvega fundarhús handa þinginu og annast um húsnæði handa fulltrúunum o. s. frv. í forföllum forseta hefir varaforseti öll hin sömu störf á hendi. 5. gr. þingin halda gjörðabækur og skulu i þær ritaðar allar ályktanir þeirra. Að hverju fjórðungsþingi afstöðnu skal afrit af gerðum þess sent Fiskifjelagi ís- lands. Skal forseti, eða varaforseti, i for- föllum hans, sjá um eftirritið og staðfesta það með undirskrift sinni. þingin gefa þingmönnum og varaþing- mönnum kjörbrjef og skulu þau undirrit- uð af forsetum eða, í forföllum þeirra, af varaforsetum. Þá er fjórðungsþing lögmælt, er fullur helmingur fulltrúa er mæltur. Nú ferst kosning þingmanns fyrir, af þvi að fjórð- ungsþing hefir eigi verið kallað saman, eða eigi orðið lögmætt, og nefnir þá stjórn Fiskifélags íslands þingmann og varaþing- mann fyrir fjórðunginn og gildir sú kosn- ing fyrir næsta kjörtímabil. 6. gr. Fiskifélag íslands greiðir húsaleigu fyrir fundarhús fjórðungsþinganna, svo og fyrir ræstingu á þeim, Ijós og hita. Rjett skulu ráðunautar Fiskifjelags ís- lands hafa til setu á fjórðungsþingunum, málfrelsi og tillögurjett, en eigi greiða þeir atkvæði. 7. gr. Til fjórðungsþinganna er kosið á

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.