Ægir - 01.02.1915, Síða 10
26
ÆGIR
urinn. Þegar nú gufunni er slept inn i
sívalninginn, hitnar hann, bullan og
gufugangurinn íljótlega, og taka til sín
nokkuð af hita gufunnar, þar af leiðir
að nokkuð af gufunni verður að vatni,
og kemur sú gufa að alls engum notum.
Til þess er nú yfirhitunin, að maður vill
reyna að ráða bót á þessu, ásamt mörgu
öðru, sem vinst með yfirhitunarað-
ferðinni.
Gufan er þvi yfirhituð eftir að hún
kemur frá katlinum. Gufan er látin fara
um pípu frá efri hluta ketilsins, þessi
pípa er i sambandi við margar minni
pípur sem liggja inn i þeim pípum ket-
ilsins, sem reykurinn fer út um; við hinn
endann á smápípunum er önnur stærri
pípa, sem leiðir gufuna til vjelarinnar.
Með reyknum missist mikill hiti, en
nú kemur nokkuð af þessum hita að
töluverðum notum, þar sem hann er
notaður til að gufa upp það vatn, sem
fylgir með gufunni, og hitar hana enn
meira, ef til vill fleiri hundruð stig.
Þegar nú þessi yfirhitaða guía kemur
til vjelarinnar, þá er sivalningurinn, og
þeir gufugangar, sem honum tilheyra,
kaldari en gufan, en nú má sivalningur-
inn taka nokkuð af hita gufunnar, þvi
nú getur gufan mist mikinn hita áður
en hún verður að vatni. Það eldsneyti,
sem fer til þess að gufa upp þessu vatni,
sem kemur af þessari kældu gufu, er
beinlinis tap, og það er það sem við
viljum gera eins lítið og hægt er. Yfir-
hitunin getur farið fram á svo margan
hátt, og yrði það of langt mál, til að
skýra frá því með fáum orðum.
Nokkrir þýskir botnvörpungar eru, auk
yfirhitunar, útbúnir til að geta framleitt
tilbúinn trekk (súg). Að nota tilbúinn
trekk kemur oft að góðu gagni, því
þá er maður óháður hvort heldur er
logn eða vindur, hár eða lágur reyk-
háfur; einnig má brenna smámylgsnu
af kolum, og lakari kolategundum.
Þessi tilbúni trekkur er framleiddur
á ýmsan hátt; oft er hann útbúinn
á þann hátt, að sett er vifta (blæ-
vængur) i revkháfinn. Þessi vifta sogar
til sín loftið gegnum eldana, og lætur
það fara út um reykháfinn. Hefði nú
einhver af islensku botnvörpungunum
haft þennan útbúnað, þá hefði vonandi
verið gerð tilraun til að nota íslensku
kolin fyrir gufuskip, og þá hefði komið
i Ijós gæði þeirra eða gallar, ef til vill
hefði það getað orðið ómetanlegt gagn
bæði fyrir land og þjóð. 0. Sv.
Reykjavík op sjávarútvegurinn.
Reykjavik má teljast mjög stór bær,
þegar litið er til þess, að þar er saman
kominn einn sjötti hluti allra lands-
manna.
Mestur þorri þessa fólks eru sjómenn
eða menn, sem á einhvern hátt hafa at-
vinnu við verkun og hirðingu á sjávar-
afla.
Þegar þilskipin eru að haustinu komin
i vetrarlægi, er hjer mikill fjöldi sjó-
manna, sem litla eða alls enga atvinnu
hefir, þar til skipin leggja aftur út, eftir
miðjan vetur.
Þilskipunum fækkar með hverju ári
og botnvörpungum fjölgar ekki svo ört,
að þeir veiti öllum þeim mönnum at-
vinnu, er missa hana við þilskipa-
fækkunina.
Bærinn er löngum og löngum fisklaus
og fiskurinn, þegar hann fæst, afai-dýr.
Það mælti nú ætla, að þegar fiskur
fæst hjer i bænum, þá sje hans aflað af