Ægir - 01.02.1915, Síða 11
ÆGIR
27
þessum atvinnulausu sjómönnum, sem
hjer eiga heima, en svo er þó alls ekki.
Að visu er hjer stundum seldur úr-
gangsfiskur af botnvörpungum þeim, er
hjer eiga heima, en meiri hluti þess
fiskjar, sem seldur hefir verið hjer i bæn-
um i vetur hefir verið veiddur af öðrum
en Reykvikingum sjálfum. Reir, sem
hafa birgt bæinn með fisk i vetur, eru:
Akurnesirigar, Austfirðingar og Miðnes-
menn, og nú upp á síðkastið Vestfirð-
ingar, en bjeðan úr bænum hefir alls
engin íleyta gengið til fiskjar, að botn-
vörpungunum undanskildum.
Það er fjarri því, að jeg sjái ofsjónum
yfir fiskisölu þeirra manna, er birgt hafa
Reykjavik með fisk i vetur, og jeg ann
þeim hins háa verðs, er þeir hafa fengið
fyrir hann. Það hefir skapast af eftír-
spurninni, og er ekki nema eðlilegt, enda
all-mikið fyrir haft, að ílylja fiskinn
hingað langt að.
En það er naumast hægt, að komast
hjá, að benda sjómönnunum i Reykjavik
á, hve frámunalegur bjálfaskapur það er,
að láta sjómenn úr öðrum landsfjórð-
ungum fiska ofan i þá, á þeirra eigin
fiskimiðum.
í Frakklandi hefir um langan tima
tiðkast, að þegar fiskiskip þeirra komu
heim i septembermánuði, þá fara fiski-
mennirnir á smá-skútur og stunda veiði
á þeim, þar til þeir fara á þilskipin aftur,
i byrjun febrúarmánaðar. Þar kemur
engum til hugar, að ætlast til þess, að
aflahluti þeirra á þilskipunum geti fætt
þá alt árið. Nú eru flestar þessar smá-
skútur með vjelum, en áður voru það
að eins seglskútur.
Afla sinn selja þeir daglega i bæjum
þeim, sem þeir eiga heima i.
Þessar smá-skútur vantar hjer með öllu.
Að sjálfsögðu eiga það að vera vjela-
bátar, um eða yfir 20 smálesta að stærð,
og þeir ættu helst að vera eign þeirra
manna, er ræki veiðiskap á þeim að
vetrinum. Gætu margir verið eigendur
að einum hát, fyrst um sinn, og farið
til skiftis á sjóinn.
Kæmist þetta í framkvæmd, og vildi
ekki þvi verri óhöpp til, mundí það
bæta efnahag fiskimanna hjer í bænum,
og koma i veg fyrir þá vanvirðu, sem
það óneitanlega er, að láta aðra veiða
fisk handa bænum en Reykvikinga sjálfa.
Reykjavík 16. febr. 1915.
M. Ó.
Skýrsla
til Fiskifjelags íslands
fyrir árið 1914
eftir Matth. Ólafsson.
(NI.)
í Sandgerði á Miðnesi er allgóð höfn,
enda er gerður þaðan út fjöldi vjelabáta,
sem bæði eiga þar heima og eru að-
komnir úr öðrum veiðistöðvum. Þannig
hafa vjelabátar frá ísafirði legið þar við
tvo siðustu vetur.
Er þaðan afarstutt að sækja i hinn
fiskisæla Miðnessjó.
1 Garði og Leiru er engin höfn, sem
þvi nafni geti nefnst. Þó hafa vjelabátar
verið gerðir út frá Gerðum, en aldrei
hefi jeg sjeð glæfralegra skipalægi en þar.
Þar er þvi, eins og i Grindavik og Höfn-
um, mestmegnis bátaútgerð. Er þar all-
fiskisælt, þótt ekki sje þar eins fiskisælt
og í Grindavik eða Höfnum.
í Keflavik er enganveginn góð höfn,
en þó er þar nokkur vjelabátaútgerð.
Stendur lendingin Keílvíkingum mjög
fyrir þrifum, þvi að oft geta þeir eigi