Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR
167
að Þórður ætlaði utan með Goðafossi og
bjóst jeg þá við, að við mundum verða
samferða og að jeg þá ætti kost á að
ræða um þetta við hann. En svo fór,
að Þórður hætti við utanförina með
Goðafossi.
Föstudaginn 22. október hjelt jeg svo
frá Fagraskógi til Akureyrar og reið
Stefán alþingismaður í Fagraskógi á leið
með mjer inn að Möðruvöllum. Kom
jeg svo til Akureyrar um kvöldið ná-
lægt kl. 6, og gisti þar um nóttina.
Daginn eftir kom Aresta til Akureyrar
á leið austur um land til útlanda.
Jeg símaði þá til Húsavikur og spurð-
ist fyrir hvort deildin þar óskaði að jeg
kæmi þangað. Um kvöldið fjekk jeg
skeyti um að deildin óskaði eindregið
að jeg kæmi þá þegar með Vestu til
skrafs og ráðagerðar.
Jeg tók mjer því far með henni til
Húsavíkur og hugðist að koma aftur
með Mjölni, sem von var á innan fárra
daga að austan.
Til Húsavíkur kom jeg svo sunnu-
daginn 24. október að morgni.
Á Húsavík dvaldi jeg í lieila viku og
beið eftir Mjölni.
Þegar jeg kom þangað var mikið ann-
riki við útskipun og þvium likt. Jeg gat
þvi eigi fengið þar fund saman fyr en á
föstudag 29. október. Áður hafði jeg átt
fund með stjórn deildarinnar. Jeg hafði
og skoðað báta þeirra Húsvikinga og at-
hugaði höfnina þar. Mun jeg koma að
þeim efnum síðar.
Á fundinum gerði Steingrímur sýslu-
maður Jónsson grein fyrir gerðum Fiski-
þingsins, sem hann hafði verið fulltrúi á.
Fyrir mig voru lagðar margar spurning-
ar og svaraði jeg þelm. Fundurinn var
tjölmennur og allfjörugur.
Þegar svo lengi drógst að Mjölnir kæmi
að austan, að sýnt var, að jeg ekki
mundi ná Goðafossi á Akureyri, en jeg
hinsvegar eigi þorði að eiga undir, að
Goðafoss kæmi iil Húsavikur, ef veður
spiltist, enda þótt á áætlun stæði, rjeð
jeg af að fara landveg til Akureyrar.
Lagði jeg frá Húsavík um kl. 11 f. hád.
sunnudaginn 31. okt, og kom til Akur-
eyrar að kvöldi 1. nóv. Var nú veður
tekið að spillast, en alt til þessa liafði
verið rnesta bliðviðri og því nær aldrei
komið dropi úr lofti. Jeg kom eftir dag-
setur að Ej'jafirðinum og var þá Goða-
foss kominn að vestan úr Húnaflóa og
lá við bryggju á Oddeyri. Þorði jeg þá
eigi annað en láta ferja mig yfir fjörð-
inn um nóttina.
Jeg var svo á Akureyri framan af
nóltinni en seinni hluta næturínnar ætl-
aði Goðatoss af stað, en það drógst til
kl. 7 nm morguninn.
Goðafoss kom sem snöggvast við á
Húsavík og hjelt sama dag áleiðis til
Raufarhafnar.
Þegar kom til Raufarhafnar var orðið
dimt af nótt og þorði skipstjóri eigi að
leggja til hafnar um nóttina. Hjelt hann
kyrru fyrir utan við höfnina þar til birta
tók af degi. Vjer komum svo á Raufar-
höfn um kl. 7 um morguninn. Á Raufar-
höfn er ágætis höfn fyrir smáskip, en of
grunn stórskipum. Eru þó líkindi til,
að dýpka mætti höfnina, því sandur og
leir er i botni hennar. Frá Raufarhöfn
ganga 3 vjelabátar tii fiskjar og nokkrir
róðrarbátar. Ljelu vjelabátaútgerðar-
menn, sem jeg átti tal við, allvel yfir á-
rangrinum i ár.
Frá Raufarhöfn hjeldum vjer til Þórs-
hafnar. Þórshöfn liggur við Þistilfjörð,
innanverðan, að austan.
Þangað komum vjer fyrri hluta dags
og lágum þar fram undir kvöld.
Lítil sem engin fiskiútgerð er nú i
Þórshöfn og enginn vjelabátur gengur