Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1915, Qupperneq 9

Ægir - 01.12.1915, Qupperneq 9
ÆGIR 171 fleiru en sjónum. Fram af fjarðarbotn- inum er allblómleg sveit og eru þar ýmsar góðar landjarðir. Innan við fjarð- arbotninn er allstórt stöðuvatn, liggur ós úr því út í fjarðarbotninn. I vatninu er talsverð silungsveiði eiga margar jarðirnar ítök i henni. Talsvert er þar og af kola, gengur hann með flóðum ínn í vatnið og slaðnæmist þar um lengri tíma. f*á .hefur og til skamms tíma fiskast þar smáfiskur (þyrsklingur), hann kalla ólafsfirðingar »maurung« og hjeldu þeir, að það væri sjerstök fiski- tegund, en Bjarni kennari Sæmundsson sannaði þeim að það væri einungis þyrsklingur, er fengið hafði á sig þenna einkennilega lít af veru sinni í vatninu. Hin síðari árin mun maurungurinn því nær horfinn úr vatninu. Þótt eigi sje mikið undirlendi þar sem kauptúnið Ólafsfjörður, eða eins og það er nefnt nyrðra, Ólafsfjarðarhorn stend- ur, hafa þó húsmenn þar dálitla bletti og vinna þeir kappsamlega að bótum á þeim. Er þetta þorpsbúum til mikilla þæg- inda og það því fremur sem skepnur í þessum sveitum verða afarvænar. Við Hrisey eru aligóð skipalægi. Má liggja bæði austan og vestanmegin ejjar- innar, eftir áttum. Þar hafa nú útlendingar síldarveiði og er sagt, að þeim muni fjölga næsta ár. Þar sem síldveiðistöðin er nú, er tals- vert útíiri eg er því bryggjan alllöng. Líklegt er að gera mætti allgóða höfn vestanmegin eyjarinuar, enda hafa Hris- eyingar allmikinn áhuga á þvi. Er lik- legt, að það hrindi því nokkuð áleiðis ef margir síldveiðamenn setjast þar að. Við Eyjafjörð er engin síldveiðistöð eins álitleg og Hrisey. Þegar sildin gengur inn í sundið vestan við Hríseyeru að- eins 1—2 sjómílur að bryggjunni. Hefur því útlendingum þeim, er þar stunda veiði, komið til hugar að draga herpi- nótina á eftir skipinu, með síldinni í, upp að landinu og setja þar nót utan- um hana og svelta síldina út i henni. Takist þetta, mundu þeir fá d}7rustu síldartegundina sein á markaðinn kemur. í Hrisey eru allmargir vjelabátar. Stunda Hriseyingar fiskiveiðar af miklu kappi, enda eru þeir allvel efnaðir. Eru þeir einu mennirnir fyrir utan Vestfirð- inga, sem nota kúfisk til beitu og hafa aflað sjer tækja lil að ná honum. íhaust þegar Siglfirðingar og Ólafsfirðingar eigi gátu farið á sjó vegna beituleysis, þá fóru Hriseyingar daglega á sjó og höfðu kúfisk til beitu. Fiskuðu þeir ágætlega allan fyrri hluta októbermánaðar. Sú trú hefur verið talsvert almenn, meðal fiskimanna út um land, að kú- fiskur væri eigi í sjónum hjer við land, að kúfiskur væri eigi í sjónum hjer við land, annarstaðar en á Vestfjörðum. Það mun mega fullyrða, að þetla sje misskilningur. Jeg hefi spurst fyrir um þetta, um alt land, og hefi allstaðar fengið það svar, að kúfiskur (kúskel) komi jafnaðarlega upp á lóðum, en það er full sönnun þess, að hann er til í sjónum, þótt það eigi sanni, að svo mik- ið sje af honum að það borgi sig að afla hans til beitu. Sú sönnun fæst eigi nema gerðar sjeu tilraunir til þess með bestu tækjum sem menn nú þekkja, en það er kúfiskplógurinn vestfii’ski. Það sætir undrun, hve seinar ýmsar nýjungar eru að breiðast út um landið, jafnmiklar samgöngur og' þó eru orðnar milli landsfjórðunganna og innan þeirra. Frh.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.