Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Síða 14

Ægir - 01.12.1915, Síða 14
176 ÆGIR Erlendis. Skýrsla yíir verðlag á fiski og fiskiafurð- um við lok nóvembermán. 1915, til stjórnar Fiskifjelags Islands, frá [erind- reka fjelagsins erlendis. Kaupmannaliöfn. Fiskur í svipuðu verði og áður, verk- aður stórfiskur kr. 135,00 pr. skpd. Smáf. kr. 115,00 pr. skpd. Ýsa kr. 105,00 pr. skpd. Labrador kr. 95,00 pr. skpd. Saltfiskur, þorskur kr. 88,00 pr. skpd. Smár kr. 80,00 pr. skpd. Ýsa kr. 75,00 pr. skpd. Lýsi, Ijóst, þorsk eða hákarlalýsi kr. 135,00 pr. tunnu, brúnt2*100 —115 pr. tunnu. Meðalalýsi 140,00|kr. pr, tunnu. Ofanskráð verð á lýsi er miðað við verð á lýsi frá íslandi með svokölluðum Clausul, eða með öðrum orðum það lýsi sem Englendingar* hafa stoppað á leið til Danmerkur, en gefið leyfi til að mætti flytjast hingaðjgegn skuldbindingu um það yrði ekki selt út úr landinu. Það lýsi sem hefur komist hingað án þess að lenda í höndum ’Englendinga og er þess vegna Clausul fritt er i tvöfalt hærra verði. Síld 66 aura pr. kiló. Bergen 15. nóv. Síðustu daga hefur engin verslun átt sjer stað i saltfiski, og verður þvi verðið að teljast svipað og áður, Sama má segja um meðalalýsi, engin verslun með það síðustu daga. Brúnt þorskalýsi hef- ur verið selt fyrir kr. 200,00 pr. tunnu 106 kíló. Síld er seld fyrir kr. 50,00 pr. tunna. Islands síld hjer um bil uppseld. Hamburg 25. nóv. Verð á íslands sild er nokkuð svipuð og síðast, en eftirspurnin hefur aukist þegar byrgðirnar minkuðu. Síðast hefur verið borgað 90—95 mörkfyrir tunnuna. Lýsi hefur staðið í því verði sem hjer segir: Ljóst síldarlýsi 280,00, Ijóst sellýsi 235 mörk, hvallýsi nr. 0 310 mörk, og meðalalýsi 320 mörk pr. tunnu. Yfir höfuð má svo að orði kveða að verð á fiski og fiskiafurðum haldist ó- breytt og jafnvel hækkandi. Hvað við- vikur nýjum fiski og sild, þá eru allar slíkar fiskitegundir í geysiháu verði bæði á meginlandinu og eins i Englandi, og fer hvorítveggja saman að fiskimenn fá miklu meira fyrir afla sinn en nokkurn tíma hefur átt sjer stað áður, og að sama skapi verða kaupendur að gefa meiraen dæmi eru til. Síldarveiðin í Englandi hefur verið mjög góð, enda hafa fiski- mennirnir haft meiri ávinning en nokkurn tíma hefur þekst áður. Sem dæmi um verð á nýjum fiski skal þess getið að nýr þorskur hefur síðustu daga hækkað í verði hjá smásölukaupmönnum um 33 aura kiló, svo nú er útsöluverðið 2 kr. pr. kíló. Eins og mönnum er þegar kunnugt, er útflutningsgjald á síld í Noregi á- kveðið kr. 4,00, og eftir þvi sem heyrst hefur er jafnvel útlit með nð takmark- aður verði útflutningur á síld frá Hol- landi. í næsta blaði koma skýrslur um nám- skeið austanfjalls, sem Fiskifjelagið hefur látið halda. Prentsmiðjau Gutenberg.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.