Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1916, Side 7

Ægir - 01.01.1916, Side 7
Nr. I. ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS árg. | Rey k j a v í k. J an ú ar I 9 16. | Ráðningaskrijstola fyrir sjómenn. Siglingar og útgerð fara óðum vaxandi hjer í höfuðstaðnum og alt bendir til þess að svo muni halda áfram. Hafnargerð- inni miðar vel áfram, enda veturinn það sem af er líkastur vori, og fáir vinnudagar munu vegna ótíðar hafa fallið úr. Þeg- ar höfnin er fullgjör, má búast við ýms- um breytingum frá þvi, sem nú er. Fyr- ir erlenda sjómenn, verður greiðari gang- ur að strjúka af þeim skipum, þar sem þeim finst lífið óbærilegt og má eins bú- ast við því hjer og annarsstaðar, og engu síður hjer, þar sem útlendingar vita að ransókn á slíku, eða leyt að þeim er ekki svo ýkja nákvæm og einnig það, að hægt muni vera fyrir skipstjóra, að fá menn i skarðið og ferð skipsins því ekki heft, en þegar skipið er lagt út á hafið þá er öllu óhætt. Þeii' sem ráða sig á erland skip í slíku tilfelli, munu helst verða íslendingar, í það minsta er það svo nú. Hjer er sá siður, að skipstjórar auglýsa eftir mönn- um og eiga þeir, er sinna vilja slíkum auglýsingum, að hitta skipstjóra úti á skipi, eða í einhverju tilteknu húsi. Mun skipstjórum oft þykja þeir menn all ólík- legir siglingamenn, sem þannig koma fyrir auglit þeirra, og bermargt til þess, og jafnvel bestu hásetar eru oft utan við sig, meðan hans náð er að dæma og meta manngildi þeirra, og svo ákveða skipstjórar kaupið eftir sínu mati. En þetta er nú ekki eins og það ætti að vera. Hjer verður að haga ráðningu sjómanna eins og annarstaðar í heiminum. Far- menn hjer verða að hafa fast ákveðið kaup, sem ekki verður þráttað um og það kemur ekkert málefninu við, hvað kaup er annarstaðar. Það munui engan skipstjóra furða, þótt menn hjer væru kauphærri en í útland- inu, þar eð samgöngur hingað eru strjál- ar og auk þess dýrar. Vjer íslendingar eigum i ekkert hús að venda, þegar út fyrir pollinn kemur, enginn ræðismaður tekur tillit til okkar, skyldum við í fram- andi landi lenda í vandræðum, og þó að skipstjóri fái mann hjeðan til einnar ferðai-: þá er ekki ætlunin sú, að mað- urinn sje sviftur föðurlandi sínu fyrir lítilíjörlegt mánaðarkaup, sem honum er skamtað. Þurfi erlent sldp á mönnum að halda hjeðan, þá verður skipstjóri að láta sjer það lynda, að borga þeim ákveðna mánaðarhýru, það kaup, sem ákveðið er íyrir farmenn í Reykjavíkurbæ, og auk þess farareyrir og fæði heim aftur, og þau ákvæði ættu að lcoma frá lands- stjórninni, sem ætti með því að koma i veg fyrir að efnilegir menn töpuðust al- gerlega bjeðan, enda mun svo oftar, að eftir eina ferð á skipum þeim, sem er þannig stjórnað, að hásetar kjósa heldur að strjúka en vera kyrrir, munu þeir hafa fengið nóg af siglingum á þesskonar för-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.