Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1916, Page 9

Ægir - 01.01.1916, Page 9
ægír 3 Sundvesti. í haust sem leið skrifaði hr. Matthías Þórðarson mjer og kom því svo fyrir, að skipstjóri Lokna á gufuskipinu »Are« átti tal við mig og lánaði mjer 2 sund- vesti, sem hr. sundkennari Erlíngur Pálsson hefur nú reynt fyrir mig, og fylgir vottorð hans þessum línum. Hr. Matthías Þórðarson sendi mjer einnig vottorð um vesti þessi og hljóða þau svo útlögð úr ensku: »Vesti þessi hafa verið reynd með því að hengja á þau járn og hafa þau haldið uppi talsverðum þunga i vatni langan tíma. Auk þessa hefur sundmaður, sem var í vesti af þessari gjörð, flotið með 20 punda þunga í höndum sjer. Aðrir sundmenn hafa reynt að stinga sjer í vestum þessum og hafa þeir átt örðugt með að koma sjer í kaf. Framkvæmdarstjóri Allanlínunnar W. J. Dott. Jeg bið yður að geta þess, að sund- vesti þessi hef jeg reynt, og hafa þau haldið uppi töluverðum þunga í marga tíma. Vegna burðaraíls þess sem vestið hefur í vatni, álít jeg það fyrirtaks björg- unartæki. Þar eð það er sniðið sem vesti geta engin misgrip orðið þegar farið er í það ef til kæmi og álít jeg það kost. Auk þess er vestið hlýtt sem flík, og heldur hita að þeim er í því er í sjó eða vatni og er það einnig kostur. Jeg býst við að skipseigendum muni þykja vestin of dýr til þess að leggja þau til allri skipshöfn, en fyrir farþega væri þjóðráð að hafa þau á ferðum sínum. The Pacific Steam Navigation Co. J. C. Drummond framkvæmdastjóri. Jeg hefi reynt sundvesti þau sem hr. Sveinbjörn Egilsson heíir til sýnis og reyndust þau ágætlega vel. Jeg ljet ósynd- an mann í fötum og hnjeháum vatns- stígvjelum halda sjer uppi með einu þeirra í vatni í 20 mínútur, eftir þann tima var vestið gegnblautt en hjelt jafn- vel uppi fyrir það, eins og fyrst þegar það kom í vatnið. Síðan batt jeg við vestið stein nokk- urra ldlóa þungan og ljet það halda hon- um uppi í þrjá klukkutíma, og var ekki að sjá að það tapaði neitt uppihalds- krafti sínum við það, enda eiga þau að geta haldíð uppi í 24 klukkutíma. Vestið hjelt höfðinu og herðunum á manninum vel upp úr vatninu, fæturnir leytuðu beint niður, svo ekki er hætt við að maðurinn leggist flatur i vatnið. Þess ber að gæta að þetta var í vatni, i sjó mundu því vesti þessi halda miklu betur uppi, þó þess gerist ekki þörf. Snndvesti þessi eru bráðnauðsynleg fyrir alla sjómenn, sem ekki kunna sund. Gott væri lika fyrir sveitamenn að eiga þau til að bregða þeim á sig þegar þeir þurfa að fara yfir ár sem illar eru yfir- ferðar. — Sundvesti þessi eru að sniði eins og vanaleg vesti gerast, en svolitið þykkari, og því hægt að bera þau á sjer án nokkurrar fyrirhafnar. Erlingur Pálsson. Jeg býst við að skipseigendum hjer muni þykja vesti þessi of dýr, 11—12 kr. hvert, til þess að leggja þau til skipa sinna svo að hver maður hefði eitt, en slik vesti ættu þó að vera það mörg á hverju skipi, að þeir sem sendir væru hættuferð á bát frá skipinu, t. d. til að bjarga öðrum, ættu kost á að fara i slík vesti áður en þeir leggja frá skipinu. Sjóplássin ættu að eiga þau það mörg, að allir sem kynnu að verða sendir frá

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.