Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1916, Side 21

Ægir - 01.01.1916, Side 21
ÆGIÍ* 15 eitthvað gert i þessu efni, því á öllum bátum, og ekki síður á bátum sem sóttir eru til annara landa eða flytja póst og farangur fjarða á milli verður að vera ábyggilegt vjelalið sem treysta má á, éf eitthvað óhapp ber að höndum, og mögulegleikar eru til að bæta úr því. Heima. Steinolía Piskifjelagsins. Rúmar 2000 tunnur af steinolíu þeirri, sem Fiskifjelagið fjekk í byrjun október liggja hjer óseldar enn. Olía þessi var ekki hingað fengin til þess að okra á henni, heldur til að greiða fyrir fiski- mönnum, þegar verð á oliu hjer var það hátt og búast mátti við að það hækkaði enn meira en upp var gefið í ágúst s. 1. þegar all útlit var tii, að oliuverðið mundi gera það að verkum að úthald á bátum yrði að hætta. Róðrar eru þýð- ingarlitlir þegar aflí ekki borgar oliu þá, sem mótorbátur eyðir í túr. Þá var brugðið við og reynt að útvega olíu, sem hægt væri að selja undir þvi verði, sem steinolíuijelagið seldi, þegar pöntun var gjörð. Olían kom og var seld hjer á 33 kr. tunnan með íláti. Þá fór steinolíufjelagið að selja með liku verði. Um 1000 tunnur hafa verið seld- ar og meiri hiutinn hjer i bæinn. en þessar tunnur, sem eftir eru sýna best undirtektir manna og hve þýðingarlaust það er að reiða sig á hugsunarhátt al- mennings. Þeir sem daglega kaupa oliu nú, gjöra sjer litla hugmynd um, hvers- vegna þeir fá hana með verðinu sem er. Þeir peningar, sem lækkun oliu nemur síðan 3. oktober f. ár, er ótalið fje enn þá, en ekki er fyrir sjeð að ekki megi reikna það út og sýna pað á pappírnum. Oliukaupin frá Texasfje- laginu í haust rjeðu þeirri verðlækkun á allri oliu hjer, þvi hækkað hetði olía en ekki lækkað. Fyrir hvern einn, sem pantar olíu, er það mikið tjón að losna ekki við hana hið fyrsta, þvi hve góð sem ílát eru, þá lekur ávalt eitthvað niður, það vita allir um það er engu að dreifa, en auk sam- takaleysis manna i þessum olíukaupum er nú verið að bera út sögur um það, að olían sje að leka niður og að flestar tunnur mun vart meira en hálfar og á skrifstofuna kom fvrir skömmu fyrir- spurn um, hvort það væri satt, að bor- uð hefðu verið göt á tunnurnar og olí- unni hleypt út. Engin slík merki hafa sjest og tunnurnar eru þjettar, og vanti á tunnur verða þær f^dtar þegar þær verða afhentar. Slikar sögur eiga eflaust að vera til þess að ófrægja Fiskifjelagið, en þar er vanhugsunin. Fiskifjelagið hefur ekkert annað gert en að reyna að útvega fiskimönnum góð olíukaup og þó undirtektir manna hafi nú sýnt sig eins og komið er, þá getur stjórn Fiskifje- lagsins ekki gert að þvi, en oliuverðið lækkaði svo allir njóta góðs af. Sögur þær sem út eru bornar, saka því ekki Fiskifjelagið. en þær saka bæjarfjelagið í heild sinni, þegar út er borið, að í því lifi og hrærist þeir ræflar sem dettur slíkt í hug og leyfa sjer að sýna önnur eins strákapör og sagan um getur. Aðaltakmark FiskiQelagsins er að starfa að öllu þvi, er lýtur að eflingu sjávarútvegs landsins, til þess voru oliu- kaupin gerð og undirtektir almennings sýna best hve mikils sú tilraun var virt. Erindreki Fiskifjelagsins hr. Matth. ólafsson hefur búið undír prentun aflaskýrslubók, sem Fiskifjelagið hefur kostað og verður henni útbýtt ó-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.