Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR 113 að koma mönnum í skilning um, að peningar yrðu að fylgja pöntun, kostuðu íjelagið á þriðja hundrað krónur í sím- skeytum. Stjórn fjelagsins sá vel og vissi að sal- an mundi hafa gengið greiðara væri ein- hver gjaldfrestur gefinn, og tilraun var gerð í þá átt að fá leyfi til þess, en það fjekst ekki. í lok marsmánaðar fóru menn svo að panta og senda peninga eða bankatrygg- ingu með pöntunum sínum, þá hafði olian legið úti í 6 mánuði og maður og menn verið yfir henni allan tímann, en nú tók ekki betra við. Að koma pönt- unum áleiðis til kaupenda, virtist ó- mögulegt, altaf voru skipin full, hvað snemma sem rúm var pantað, enginn gat flutt olíu fyrir Fiskifjelagið. Samt komst hún áleiðis eftir miklar þrautir, en verst var þó að vita þá olíulausa, sem áttu olíu geymda hjer og höfðu borgað og gátu varla á sjó farið. Fæstir þeirra hal'a vitað um hinar árangurs- lausu tilraunir að koma olíunni áleiðis og álitið alt kæruleysi — þeirra er af- greiða áttu. Stefna fjelagsins er ekki kaupmenska. Einhver skaut þvi til æðri staða, að fje- lagið ræki óleyfilega verslun; þá var að kaupa borgarabrjef, því svo var fyrir- skipað, og svo kom útsvarið og það mun einna skarpast reiknað útsvar, sem hefur enn verið gert hjer á landi; 2000 kr. i útsvar fyrir að selja 3,500 tunnur af olíu, öllum landsmönnum í stórhag. Viðey hafði 2,200 kr. útsvar þegar mest var um að vera og borgaði 60—70,000 kr. á ári í vinnulaun. Steinolíufjelaginu þykir sjer misboðið með 6000 kr. útsvar, það selur þó 10 sinnum 3500 tunnur á ári og eftir því ætti að þykja nóg álag 600 kr. fyrir 7> o af þeirri sölu, en má- ske það sje til einhver reikningsaðferð með hverri megi sanna, að Vio sje sama og Vs. Um miðjan júni fóru hinar síðustu tunnur austur, þá loks var salan búin og þá var olían hækkuð um 15 kr. hver tunna hjá Steinolíufjelaginu. Tilraun þessi sýnir, að eflaust má fá olíu hingað til lands og selja hana ód}7r- ar en olíufjelagið gerir, en hún sýnir einnig það, að til þess að kaup þessi komi að almennum notum, þarf ilutn- ingaskip, sem kemur pöntunum áleiðis, því lítill hagur er það fyrir útgerðar- menn, að eiga olíu liggjandi 1 Reykja- vík, þegar þeir þurfa að brúka hana austur á Langanesi eða Seyðisfirði. Það er skilyrði fyrir því að alt verði að not- um, að hver og einn hafi fengið sina pöntun heim til sín, þegar hann þarf á henni að halda. Fyrir 8—9000 kr. lak olía niður; það er tapað fje, en þó ekki ónáttúrlegur leki, þar sem alt er undir berum himni og oliunni i byrjun velt um ósljettan veg, eins og hjer átti sjer stað. Sú saga gekk hjer, að fjelagið hefði tapað 29,000 kr. á sölunni. Sagan mun þannig til komin að 2. maí voru 29,000 tæp óborguð til stjórnarráðsins af láninu. sem ekki var neitt leyndarmál. Einhver hafði heyrt það og gert úr þessu halla, en þá voru peningar liggjandi i bankan- anum og óborguð hin síðasta pöntun, en allur halli verður 1—2000 kr. Útsvarið var kært, en hvað það verð- ur get jeg ekki sagt. Stjórn Fiskifjelagsins á alt annað skil- ið en harða dóma fyrir þessa tilraun, sem hefur fært landsmönnum ærna pen- inga á síðastliðinni vertið og hún hefur gert sitt til að alt gengi sem greiðast. Til nýrra kaupa eru peningar ekki til, enda ekki hægt að ákveða verð né ann- að meðan farmgjöld og annar kostnað-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.