Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 16
120 ÆGIR er í Axarfirðinum, og þó einkum á Mel- rakkasljettunni. Frá Kópaskeri var haldið til Þórs- hafnar. Um þann stað hefi jeg talað áð- ur. Hefur mótorbátaútgerð verið reynd þar, en hefur misheppnast. Er ofiangt að leita fiskjar út fyrir Langanes, en þar er venjulega allfiskisælt á sumrin. Alment trúa menn þar að fiskur gangi eigi á grunnmið fyr en í júní, en þó var mjer sagt, að stundum ræki allmikið af stórum þorski bæði við Axalfjörð og Þistilfjörð í marzmánuði og bendir það til, að fiskiganga komi að Norðurland- inu um þann tíma þótt enn hafi eigi komið að neinu gagni. Á hverju ári í febr. og marz kemur allmikið af vöðusel inn á flóana norðan- lands, svo sem Skjálfanda og Axarfjörð. Hygg jeg að selurinn elti þorskgöngu, sem um það leyti komi að landinu, Að vísu koma hrognkelsi um það leyti að Norðurlandi og þau eru uppáhalds- fæða selsins, en jeg bj'st við að þorsk- göngur sje miklu tíðari en menn hyggja á þessu svæði. Skömmu eflir, að vjer höfðum lagt frá Þórshöfn til Seyðisfjarðar mættum vjer vopnuðu ensku kaupfari. Eigi var hægt að sjá hvort vjer vorum í landhelgi eða ekki, því dimt var af kafaldi. Englend- ingurinn dró upp merkisveifur sinar og bauð oss að stansa. Gekk lengi á þessu merkjasamtali og teygði hann oss með sjer út og norður í haf. Var þar stórsjór og bvassviðri. Þá selti Englendingurinn út bát og sendi til vor. Á bátnum voru 11 menn. Voru þeir allir i sundheltum og höfðu allir skammbyssur við belti sjer, en ekki önn- ur vopn. Þeir settu um borð til vor einn yfirmann og tvo háseta. Fóru þeir þegar upp á stjórnpall til skipstjóra og spurðu hann spjörunum úr, um farm og farþega og hvert ferðinni væri heitið. Stóðu þeir á stjórnpallinum í 2—3 klukkustundir og skiptust merkjum við herskipið, sem alt af stýrði út af leið norður í haf. Ym- ist var herskipið alllangt á á undan oss eða það sneri við og aftur fyrir oss og svo fram hjá oss. Þegar Englendingarnir höfðu iafið oss í 6 klukkustundir sendu þeir bát til vor til þess að sækja mennina og að því búnu var oss með merkjum leyft að halda ferðinni áfram. Skip þetta hjet »Cairo«. Af þessari töf leiddi það, að Gullfoss var farinn frá Seyðisfirði, er vjer kom- um þangað, en með honum ætluðu margir farþegar til Reykjavíkur. Urðu þeir því að bíða Flóru og fara með henni norður og vestur um land. Jeg hafði áður en jeg fór frá Reykja- vík lagt drög fyrir að ia keyplan kúfisk- plóg á Vesturlandi. Ætlaði jeg að hafa hann með mjer austur og leiðbeina mönnum þar með notkun hans. En svo fór að jeg gat engan plóg fengið, enda hefði það ekki komið að neinu gagni vegna óveðurs sem yfir stóð meðan jeg var eystra. A Seyðisfirði komst jeg að því að Sveinn Árnason yfirfiskimatsmaður átti plóg' og mjer var kunnugt um að hann kunni með hann að fara, frá því hann átti heima á Ríldudal. Fór jeg þess á leit við Svein að hann leiðbeindi mönnum í notkun plógsins, en eigi veit jeg um hvort úr þvi liefur . orðið. Á Seyðisfirði skildi jeg el’tir rekak- kerið og bað stjórn fiskifjelagsdeildarinn- ar þar, að sýna það sjómönnum og leið- heina þeim með notkun þess. Eftir nokkurra daga dvöl á Seyðisfirði snjeri jeg svo heim aftur með Flóru. Kom jeg með henni til Norðfjarðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.