Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 19
ÆGIR 123 er hún látin loga frá 1. ágúst til 1. jan- uar og auk þess um dimmar nætur, þegar skips er von. A stærri — eyslri — Svörtuíles, sunn- anvert við innsiglinguna á Djúpavog, hef- ur verið sett upp sjómerki, sem er hvít varða, 2Vs. m: að hæð með toppmerki: stöng með rauðmálaðri íerstrendri plötu, Að tilhlutun Lofts kaupmanns Lofts- sonar, hafa 2 nýir vitar verið reistir í Sandgerði í slað eldri ljósanna. Vitarnir sýna fast rautt ljós og bera saman í innsiglingunni á Sandgerðisvík í stefnu S. 66° A. Neðri vitinn stendur hjer am bil 600 m. frá sjó, 6 m. yfir sjávar- mál; efri vitinn 430 m. ofar, 13 m. yfir sjávarmál. Hæð loganna yfir sjávarmál er 0 og 16 m.; vitabyggingarnar eru 41/* m. háar, rauðmáluð timburhús, neðri vúinn með hvítri rönd, hinn efri með hvitu lóðrjeltu bandi. Á vitunum verður látið loga frá V2 st. eftir sólarlag til J/2 stundu fyrir sólaruppkomu á tímabilinu ^’á 1. janúar til 30. apríl. Auk þess verður kveikt á þeim á haustin, þegar þess gerisl þörf. Með því að ekki er farið eftir vitalín- unni alla leið inn á leguna á Sandgerð- isvík, eru ókunnugir varaðir við að fara inn alla leið án leiðsagnar. LögbirtingaHaöiö. Erlendis. Vei'slunarfrjettir. Síðustu skipin sem komið hafa hingað há íslandi, haía engar vörur haft með- erðis og er þetta þó einmitt sá árstími seni-skipin, undir venjulegum kringum- stæðum, fara fullhlaðin frá íslandi með uh, fisk, síld, lýsi o. fl. vörur. Stafar þelta af bandi því sem Englendingar leggja á verslun Norðurlanda á þessum striðstímum og gengur út á að fyrir- byggja, svo sem hægt er, að mótstöðu- menn þeirra fái matvæli og nauðsynja- vörur utan frá. Engu að siður er þó selt mikið af matvælum, svo sem kjöti, fiski o. fl. frá Norðurlöndum til Þjóðverja- lands og Austurríkis og vita Englend- ingar það vel, en geta ekki ráðið við það, með því vörurnar eru aðallega sendar með járnbraut, sem Englendingar hafa engin tangarhöld á. En vörur þær sem koma yfir hafið, lenda undir vald- svið Englendinga, sem ýmist taka þær eða leggja á þær »klásúl« sem útilokar að hægt sje að nota þær nokkursstaðar annarstaðar en í því landi, sem leyft er að fiytja þær til. I3að er búist við að Englendingar leyfi tiltekinni upphæð af íslenskum vörum að komast hingað, en það er þó ekki búið enn að fastákveða hvað það verður. Prísar þeir sem mundu fást hjer nú, eru hjer um bil á þessa leið: Sallfiskur. (Þurfiskur) fob. ísland met- inn af hinum lögskipuðu fiskimatsmönn- um, stór 130 kr., smáfiskur 112 kr., 5'sa il2 kr., labradorfiskur 80 kr. Eftir- spurnin er ekki mikil. Hjer í Kaup- mannahöfn er stór óafhn. fiskur 130 kr., hnakkakýldur 135—140 kr. afhentur hjer, óverkaður stór saltfiskur 90 kr. Hjer á staðnum er lítil eftirspurn eftir stórum fisktegundum. Síld. 80 aura kíló. Lýsi. Áætlað 180—210 kr. pr. 105 kíló. Selskinn. Eftirspurn engin, áætlað verð kringum 5—6 kr. hvert. Sundmagar. 150 aura kíló. Kaupmannaliöfn, 9. sept. 1916. Jakob Gunnlaugsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.