Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 20
124
ÆGIR
Áskorun.
Þeir kaupendur Ægis, sem 1. okt. flylja sig búferlum, eru vin- '
samlega beðnir að tilkynna það á skrifstofu Fiskifjelagsins hvert þeir
haíi flutt, svo að ritið komist til þeirra með skilum. Ef menn að eins
vildu senda ritstjóranum 3ja aura brjefspjald og rita þar á nafn sitt
og heimili, ef þeir hafa flutt sig búferlum, þá greiðir það fyrir út-
sendingunni í vetur, og kaupendur fá sitt með skilum, því óvíst er
hvort drengjum þeim, sem bera ritið um bæinn, er sagt í’jelt lil um
flutning manna og þá er ruglið komið á.
Peir sem ekki fá eða hafa fengið Ægir meö skilum í sumar, eru
beðnir að láta vita það á afgreiöslunni og gela þeir þar fengið þau
eintök sem þá vantar í árganginn.
Eins og að undanförnu fer innheimta fyrir ritið fram um miðjan
nóv., verður þá innheimtumaður sendur um bæinn til áskrifenda.
í síðasta tbl. Ægis var bent á, að æskilegt væri að formenn í
veiðistöðum sunnanlands og austanfjalls vildu scnda Ægi leiðbeining-
ar um lendingar í hinum ýmsu veiðistöðum á sunnan og austanverðu
landinu. Komi eitthvað af slíkum leiðbeiningum, mundi það birt í
ritinu, en æskilegust væru almenn samtök formanna, að slíkt kæmi
frá sem ílestum, svo að þessu yrði safnað í eina heild.
Enginn veit, hvenær hann kann að þurfa að leita lands í óþektri
lendingu, og þá gæti það máske greitt úr ýmsum vandræðum og efa,
að hafa með sjer lítið kver í vasanum, sem segði það sem þyrfti til
þess að bjarga mönnum og skipi.
Prentsmiðjan Gutenberg.