Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 10
114
ÆGIR
ur er á því reyki, sem nú er, og hentug
skip máske ófáanleg, en sá tími getur
komið að menn hugsi alvarlega um það,
hvort ekki sje hægt að fá olíu það ódýra,
að það borgi sig að hafa báta á floti,
því með þessu verði sem á olíu er nú,
mun það mega heita gróðafyrirtæki að
setja þá alla upp. þegar oliutunnan kost-
ar 60 kr., salt 11 kr. tunnan og 3ja
punda línan 8—9 kr., þá er vert fyrir
menn að reikna út úthaldskostnað fyrir-
fram.
Sljórnin gerði það sem í hennar valdi
stóð til þess að oliufarmur kæmi hingað
aftur [í haust, með því að skora á þá,
er fje til slíkra kaupa höfðu til umráða.
Hefðu kaupmenn eða einhverjir, sem
liefðu ætlað sjer að hafa sæmilegt fyrir
sill verk og umstang, haft þessa olíu
meðferðis og þeir hefðu reiknað 10°/o
halla af leka, sem er sú tala, sem reikna
á með, þá helði olían kostað um 38 kr.
tunnan og að eins gefið seljanda sæmi-
leg ómakslaun. Afgreiðsla og umstang
hjer við þessa sölu kostar kaupanda ekki
neilt, það er aukavinna okkar starfs-
manna, sem við fáum ekkert fyrir.
Um 1,030 tunnur seldum við á 33 kr.,
þar er mismunur 5 kr. á verði því, sem
olíufjelag sem hefði launaða starfsmenn
hefði selt hana fyrir. Sá mismunur á
1,030 tunnum er kr. 5,150, 4 kr. mis-
munur kemur á um 2,200 tunnur = kr.
8,800 sem er alls um 14,000 kr. Það er
líka fje sem landsmenn græða, því hefði
Fiskifjelagið verið kaupfjelag, þá mundi
það viðhafa kaupmenskuaðferð og sj'na
reikningsskil með gróða en ekki halla,
því ekkert verslunarfyrirtæki getur þrif-
ist með því að útkoman verði ávalt halli
og hefði heldur ekki menn í þjónustu
sinni, sem störfuðu kauplaust.
Þessi hugmynd manna um að Fiski-
fjelagið sje kaupfjelag, þó að stjórnin í
fyrra vildi gera tilraun lil að útvega olíu
með betri kjörum en virtust eiga að
verða, nær engri átt. Lögin fyrirskipa, að
það hafi enga verslun um hönd, landið
veilir því styrk til annara starfa og
stjórnin, sem nú situr, verður að hlýða
lögum þess, því til þess er hún kjörin
af Fiskiþinginu.
Eigi að gera úr því kaupfjelag þá
verður þessi breyting: í stað styrks kem-
ur útsvar, í stjórn koma verslunarfróðir
menn með góðum launum, en sú stjórn,
sem nú er hefur engin laun, nema for-
seti 800 kr. og þær á hann, en hann
lifir ekki á því. En þegar verslunarfróð
stjórn tekur við, með því marki og miði
að byrja verslun, þá er aðalmarki Fiski-
fjelagsins snúið við og Fiskifjelagið er
búið að vera.
I stjórn þess eru nú menn sera vinna
kauplaust, af áhuga fyrir málum þeim,
sem varða fiskiveiðar og fiskimenn lands-
ins og slíkt fjelag ætti síst að vanta á
landi, þar sem fiskiveiðar eru hin inesta
tekjugrein. Allar framkvæmdir er ekki
auðið að gera í einu, en margt vinst
með þolinmæði.
Þetta sem jeg hefi skýrt frá um olíu-
söluna er hið helsta; það eru engin
leyndarmál og best að almenningur viti,
hvernig alt þetta fór fram. Örðugleikarn-
ir voru það margir, að ekki er rjetl að
vanþakka sljórn Fiskifjelagsins þessa lil-
raun, hún á all annað skilið, þegar á
alt er litið.
22. sept. 1916.
Sveinbjörn Eyilsson.