Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 14
118
ÆGI R
Utan við mynni Hrútafjarðar að vest-
an gengur Bitrufjörður. Þar er höfn góð
og myndi sá fjörður einkar vel fallinn
til útgerðar ef hann lægi utar við flóann.
Þorskur gengur sjaldan og þá aldrei
nema seinni hluta sumars inn undir
fjörðinn, en leiðin út með Ströndunum
óhrein og þokur mjög tíðar. Hinsvegar
fyllist fjörðnrinn því nær árlega af síld
og niætti að líkindum stunda þar síld-
arveiði með »lás« og án efa með staura-
nótum (Bundgarn).
Allmiklu norðar en Bitrufjörður skerst
Steingrímsfjörður inn i Yestfjarðahálend-
ið. Er það stór fjörður og all-fiskisæll,
einkum síðari hluta sumars og að haust-
inu, en sami er gallinn á honum og
Bitrufirði að flóinn utan við hann er
engan veginn hrein siglingaleið. Nokkur
útgerð er í Steingrímsfirði og má heita
að veiði sje stunduð frá flestum bæjum
út með firðinum, en engin eiginleg veiði-
stöð er þar.
Á Hólmavík er sæmileg höfn og mundi
eigi mjög dýrt að gera þar hafskipa-
bryggju.
Frá Steingrímsfirði (Hólmavík) var nú
haldið aftur austur yfir flóann til Blöndu-
óss. Þar er ill höfn og enginn sjávarút-
vegur. Þó eiga menn þar 2—3 mótorbáta,
sem jafnframt flutningnm eru hafðir lil
fiskiveiða, en þeir eru þó ávalt gerðir út
frá Skágaströnd.
Frá Blöndósi var haldið lil Skaga-
strandar og var þar nú affermt það af
vörum, er eigi náðist til er vjer lágum
þar hið t'yrra skiftið.
Að þessu hringsóli um ílóann fram og
til baka höfðum vjer nú verið í heila
viku og var sumum farþegunum farið
að óióast og er það varla að undra.
Sýnir þetta best, að engin mynd er á
fyr en aðgreind eru hjer hjá oss, sem
annarsstaðar fólksflutningaskip frá vöru-
ílutningaskipum.
Um Skagaströnd hefi jeg talað áður
og möguleika til að gera þar höfn; gall-
inn sá helstur, að hún mundi verða
helst til lítil. Þar er nú nokkur útgerð
að sumrinu og ganga þaðan 5—6 mótor-
bátar og nokkrir róðrarbátar.
Fiskur gengur þar seint að vorinu og
helst sjaldan lengur en fram í október.
Frá Skagaströnd var haldið sem leið
liggur um Sauðárkrók, Kolkuós, Hofsós
og Siglufjörð til Akureyrar.
Á Sauðárkróki er höfn ill og án eía
mjög erfitt að bæta hana.
Á Kolkuósi mundi tiltölulega auðvelt
að gera höfn. Þar liggur fyrir landi smá-
ey, er Elínarhólmi nefnist, og er fremur
grunt sund millum hólmans og lands
og virðist auðvelt að byggja þar brim- *
brjót, og væri þá höfnin vernduð fyrir
öllu hafróti.
Virðist þarna eini staðurinn í Skaga-
firði, sem til álita gæti komið að gera
höfn á, en því miður er hafnarstæðið
svo lítið að eigi gæti komið til mála að
reka þaðan síldarútveg og til verslunar-
nota einna mundi naumast horga sig að
leggja út í hafnargerð.
Rjett ulan við Hofsós er vik sú er
Naustavík heitir. Ilafði mjer verið sagl
að þar mundi mjög líklegur staður lil
hafnargerðar og síldarútvegs. Mér virðist
staðurinn ólíklegri flestum þeim stöðum,
er jeg þekki og sem til álita hafa komið
þegar um hafnargerðir hefir verið að .»
ræða.
Hjá Þórðarhöfða í Skagafirði er all-
stórl stöðuvatn rétt niður við sjóinn og
hefir mörgum komið til hugar að þar
mætti gera höfn með því að grafa skurð
úr vatninu fram í sjó, en valnið er svo
grunt að naumast myndi skip lljóta inn