Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 8
112 ÆGIR leið eitthvað illa, tók jeg þetta rólega, því við þurfum allir að demba okkur yfir eitthvað þegar þannig stendur á fyr- ir oss — og svaraði því ekki. Hann stökk í bræði frá mjer hrópandi, nógir peningar, nógir peningar! Það er ágætt fyrir hann, og líklega útvegar hann þá olíu þegar landinu liggur á fyrir þá nógu peninga. En rólega skulum við nú athuga hin síðustu olíukaup Fiskifélagsins og þar eð jeg var riðinn við alla afhendingu olíunnar vil jeg skýra málið fyrir al- menningi og geri jeg það einkum af því, að margir hafa spurt um olíu á skrif- stofu fjelagsins og munu halda, að Fiski- ijelagið sje nokkurs konar steinolíufjelag, sem llytji ódýra olíu til landsins á haust- in og að það muni gera það framvegis. Skýringin er svona: 1 ágústmánuði í fyrra, keypti Jónatan kaupmaður Þorsleinsson 3500 tunnur af steinolíu í Ameríku, en gat ekki fengið hentugt skip til að ílytja þetta hingað til lands, en gat aftur á móti fengið skip, sem tók 7000 tunnur. Hann bauð því formanni Fiskifjelagsins rúm í þessu skipi ef Fiskifjelagið ætlaði að kaupa olíu. Formaðurinn, hr. Hannes Hafliða- son fór þá (eftir að stjórnarfundur hafði verið haldinn) til stjórnarráðsins og skýrði þetta mál og spurði, hvort landið vildi nota þetta tilboð, eða að Stjórnar- ráðið vildi lána Fiskifjelaginu fje iil kaupa á 3,500 tunnum af olíu, og varð það úr að Fiskifjelagið fengi peninga lánaða með þeim fyrirvara þó, að olían væri greidd við móttöku, þegar farið væri að selja hana hjer, engum lánað, og því varð formaður að lofa. Svo kom olían og var byrjað að skipa henni upp 4. október í fyrra. Áður en skipið kom, hafði verið sím- að um land ait og deildir beðnar að gera pantanir sínar og um leið senda annaðhvort andvirði eða bankatryggingu fyrir pöntun sinni. Pantanir höfðu komið frá ísafirði, en ekki var hægt að íá rúm í gufuskipum, sem þangað fóru, alt rúm pantað áður og eflaust löngu áður en nokkrnm datt i hug að panta olíu. Þeirri pöntun var komið með botnvörpuskipi. Uppskipun varð að vera búin á á- kveðnum degi, að öðrum kosti varð að borga skipstjóra dagpeninga. Var olíu þeirri, sem ekki var seld hjer meðan á uppskipun stóð, skipað upp í Örferisey og var það seinlegt og örðugt verk og kostaði mikið. í lok nóvembermánaðar, var búið að selja rúmar 1000 tunnur og um 2500 tunnur láu í eyjunni og i tvo mánuði heyrðist ekki olía nefnd. í fyrstu var olían seld eins og tunnur komu í land, án þess að fylt væri á þær, á 33 kr. tunnan, en um áramót fyrirskipuðu lög- ín, að allar tunnnr væru vegnar og svo var gert; sú vinna kostaði fje og þá var verðið hækkað upp í 34 kr. hver tunna og fyrir það verð var allur afgangur ol- íunnar seldur. Þegar engar pantanir komu og svo virtist, sem menn ætluðu ekki að sinna þessu framar, þá var enrn sím- að og skorað á menn að láta heyra frá sjer, þá fóru að vísu að koma pantanir, en þeim fylgdu hvorki peningar né bankatrygging, og þar eð slíkt var á móli ákvörðun landsstjórnarinnar, þá var það sama sem, að engar pantanir væru gerð- ar. Allar pantanir voru að vísu skrifað- ar, en þær gátu ekki verið gildandi kæmu aðrir á eftir með peninga og vildu kaupa. Hver dagur var dýr úr því mars byrjaði, þá komu sólskinsdagar og hlý- indi, olian lá undir berum himni og tunnur fóru að leka. Tilraunir til þess

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.